Sögumolar | 01.September

Tjöru skvett á Stjórnarráðshúsið

Helgi Hóseasson varð landsþekktur þegar hann skvetti skyri á þingmenn Alþingis 1972 og mætti sennilega kalla hann fyrsta mótmælenda Íslands.

Hann var ekki af baki dottinn í mótmælum sínum eftir það en þau munu hafa meðal annars snúist um að hann var ósáttur við að hafa verið skírður og hataðist hann út í íslensku þjóðkirkjuna og hefði hann sómt sér vel í öfgaflokkunum á vinstrivæng íslenskra stjórnmála í dag. Sennilega verið þar áhrifamaður í flokki Pírata sem er öfgasinnaður flokkur stjórnleysingja. Eins og frægt er orðið sýndu þingmenn vinstriflokkanna á Alþingi samkomu Alþingis á Þingvöllum í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands í sumar fáheyrða óvirðingu með mótmælum og truflunum á störfum þingsins.

17. júní 1974, á 11 alda afmæli Íslandsbyggðar sletti Helgi Hóeasson tjöru á byggingu Stjórnarráðsins.

„Að morgni 17. júní skvetti Helgi Hóeasson, húsasmiður, tjörublöndu á norðurgafl og framhlið Stjórnarráðshússins. Hann var handsamaður af lögreglunni og úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald og geðrannsókn. Við þingsetningu haustið 1972 sletti hann skyri á fyrirmenn þjóðarinnar. Erfiðlega gekk að hreinsa tjöruna af Stjórnarráðshúsinu,“ segir um þennan atburð í bókinni Árið 1974.