Sögumolar | 10.February

Þjóðhátíð á Þingvöllum

Íslendingar héldu veglega Þjóðhátíð á Þingvöllum í júlí 1974. Sjá má í fjölmiðlum frá þessum tíma að mikill samhugur hefur verið í þjóðinni og ekki fer mikið fyrir hugmyndum um selja burt fullveldið og gerast aðilar að ríkjasamböndum eins og ESB á þessum tíma.

„Þjóðhátíð í tilefni 11 alda afmælis Íslandsbyggðar var haldin á Þingvöllum við Öxará 28. júlí. Milli 55 – 60 þúsund íslendingar tóku þátt í hátíðinni í einstæðu blíðskaparveðri. Fór hátíðin mjög vel fram og þótti framkoma gesta þjóðarsómi. Að morgni þjóðhátíðardagsins kom Alþingi saman á Lögbergi og var þar samþykkt einróma landverndaráætlun að upphæð einn milljarður króna. Margt var til hátíðarbrigða, ræður innlendra og erlendra gesta, íþróttasýningar, tónlistarflutningur og þjóðarganga fór fram um Vellina. “

Á myndinni sést yfir hátíðarsvæðið.

Heimild og mynd: Árið 1974