Sögumolar | 03.February

Mosaíkmynd Gerðar Helgadóttur á Tollstöðinni afhjúpuð

Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn stendur í miðbæ Kópavogs við Hamraborg. Reyndar fer það eftir því við hvern er talað hvar miðbær Kópavogs er, en aðrir segja að miðbærinn sé í Lindunum. Gerðarsafn er nefnt eftir Gerði Helgadóttur sem er höfundur hinnar afar fallegu og sérstöku mósaíkmyndar sem prýðir Tollhúsið í miðbæ Reykjavíkur. Myndin var afhjúpuð árið 1973.

„Mosaíkmynd Gerðar Helgadóttur á nýju tollstöðinni í Reykjavík var afhjúpuð 7. september . Myndin er 142 fermetrar og í henni eru milljónir marglitra mósaíksteina, sem gerðir voru á verkstæði Oidtmans í Þýskalandi og starfsmenn fyrirtækisins settu myndina sjálfir upp. Myndin var tekin eftir afhjúpunina, er nærstaddir óskuðu Gerði til hamingju með listaverkið.“

Heimild og mynd: Árið 1973