Sögumolar | 22.April

Lögreglan beitir kylfum gegn óeirðarseggjum

NATO var með málstofu á hótel Hilton Nordica 29. janúar 2009. Við það tækifæri mættu nokkrir óeirðaseggir af vinstrivæng stjórnmálana daginn áður fyrir framan hótelið og mótmæltu fundinum með ofbeldi. Stutt var liðið frá hruni og þjóðfélagið allt lék á reiðiskjálfi. Mikið var um mótmæli og oft fóru þau úr böndunum og voru það þá vinstrimenn sem oftast fóru fremstir í flokki ef kom til ofbeldis.

Í frétt Morgunblaðsins frá þessum tíma, sem bar yfirskriftina „Lögreglan með kylfur á lofti,“ segir um þennan atburð:

„LÖGREGLA handtók sex mótmælendur fyrir utan Hilton Nordica hótel í gærkvöldi. Um 70 manns söfnuðust þar saman til að mótmæla en á hótelinu fór fram móttökuathöfn vegna málstofu á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem hefst í dag. Þá var piparúða beitt í eitt skipti að sögn lögreglu.“

Heimild og mynd: Morgunblaðið 29. janúar 2009, bls. 12.