Sögumolar | 19.January

Landamæraveggir og girðingar um víða veröld

Í lok seinni heimsstyrjaldar voru aðeins sjö landamæraveggir og girðingar í heiminum. Þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989, þá var búið að reisa 15 landamæramannvirki. Í dag, eftir að Trump forseti hóf herferð sína fyrir að byggja vegg á landamærum Mexíkó, eru að minnsta kosti 77 veggir eða girðingar víðs vegar um heiminn, flest reist eftir 11. september 2001, eftir hryðjuverkaárásirnar í New York og á Pentagon.

Landamæraveggir hafa verið notaðir í gegnum söguna til að aðskilja stríðandi þjóðir, vernda viðskiptaleiðir og hrinda för innflytjenda og flóttamanna en einnig til að hindra smygl og mansal. Lítum á fáeinar landamærahindranir sem virka vel.

Indland og Bangladess deila 4000 km löngum landamærum sem eru 800 km lengri landamæri en þau sem liggja á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Indland hefur nærri því klárað 2.720 km gaddavírsgirðingu til að draga úr för innflytjendum og smygls. Girðingin á að loka á för innflytjenda frá sléttum Bangladess sem vilja betra líf í Indlandi. Indland hefur einnig 720 km langa girðingu meðfram landamærum sínum við Pakistan.

Ísrael reisti 400 mílna vegg um Vesturbakkann árið 2002 eftir bylgju árása palestínskra hryðjuverkamanna. Gagnrýnendur og Palestínumenn sjálfir hafa kallað hann oft á tíðum ,,apartheid vegginn“. Hann nær 20 feta hæð og er steyptur og gaddavír á toppnum. Á landamærum Egyptalands og Ísraels er 245 km löng landamæragirðing úr stáli og gaddavír. Hún nær frá Rafah til Eilat og tók þrjú ár í byggingu. Þetta er eitt af stærstu byggingaverkefnum í sögu Ísraels. Hún var upphaflega tilraun til að draga úr innstreymi ólöglegra innflytjenda frá Afríku. Lokið var við gerð girðingarinnar í desember 2013.

Norður-írski ,,friðarveggurinn“ í Belfast, Norður-Írlandi. Hann var upphaflega aðeins vegahindranir sem reistar voru af sveitafélögum vegna óeirða sem geisuðu árið 1969 milli kaþólikka sem studdu sameiningu Norður-Írlands við írska lýðveldið í suðri og sambandssinna og mótmælenda sem vildu lúta áfram stjórn Stóra-Bretlands. Múrveggir og gaddavír marka enn skilin á milli hverfa í Belfast en eftir að friður komast á og samskiptin bötnuðu, eru áætlanir um að rífa niður restina af fyrirliggjandi vegg fyrir árið 2023.

Á landamærum Finnlands og Rússlands liggja um720 km af gaddavíragirðingu sem á að hindra að hreindýr fari yfir landamærin til Rússlands.

Frakkland: Nærri tveggja km langur veggur í Calais sem var fjármagnaður af Bretlandi til að koma í veg fyrir að innflytjendur komist í lestargöngin sem tengir Bretland við meginland Evrópu.

Marokkó: 2.720 km langur sandveggur víggirtur og umluktur milljóna jarðsprengja við hið óopinbera ríki Vestur-Sahara. Hann var reistur af Marokkó árið 1975 eftir átök við Vestur-Saharamenn.

Spánn: Fyrir rúmum tveimur áratugum byggði spænska ríkisstjórnin 20 metra háar steypuhindranir til að girða af borgirnar Melilla og Ceuta, sem eru spænsk stjórnsvæði í Marokkó frá 15. öld, til að auka landamæraöryggi og hindra för afrískra innflytjenda.

Sádí-Arabía: Árið 2014 byggði Sádi-Arabía 880 km vegg meðfram landamærum sínum við Írak, sem svar við aukningu á för stríðsmanna íslamska ríkisins.

Tyrkland: Stuðsvæði var afmarkað sem skiptir Kýpur í tvo hluta og höfuðborgina Nicosiu milli Grikklands og Tyrklands.Nicosia er væntanlega síðasta borgin í heiminum sem er aðskilin með vegg. Tyrkland hefur líka reist landamæraveggi sem ná um öll landamærin við Sýrland, Íran og Írak.