Sögumolar | 29.March

Kennarar og nemendur MR mótmæla slæmum aðbúnaði

Undanfarið hafa málefni skólanna verið í umræðunni. Nú síðast vakti hið furðulega álit umboðsmanns Alþingis um að framhaldsskólar gætu ekki vikið nemendum úr skóla sem brytu mjög gróflega gegn samnemendum sínum, og kæmu jafnvel vopnaðir í skólann. Grunnskólakennarar eru búnir að fá nóg og kolfelldu síðasta kjarasamning. Þungt hljóð er í forystu framhaldsskólakennara vegna kjarasamningsgerðar en þeir krefjast að ríkisvaldið efni síðustu kjarasamninga. Sögumolinn hér fyrir neðan er frá 1972 þegar kennarar og nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík mótmæltu slæmum aðbúnaði í skólanum.

„Húsnæðisþrengsli Menntaskólans í Reykjavík ollu slíkri vanlíðan kennara og nemenda, að þeir gengu fylktu liði til menntamála- og fjármálaráðuneytisins til að vekja athygli á vandamálinu. Halldóri Sigurðssyni fjármálaráðherra og Magnúsi Torfa Ólafssyni menntamálaráðherra var boðið í heimsókn í skólann. Hér sjást þeir í einni kennslustofunni ásamt rektor Guðna Guðmundssyni (t.v.). Svo þröngt var í kennslustofunni, að kennarinn varð að fara út, þegar gestirnir komu inn, og ekki var unnt að ná nema hluta nemenda á mynd.“