Sögumolar | 07.January

Gos í Kröflu

Gosórói í Kötlu og þar um kring hefur verið í fréttum að undanförnu. Þann 18. október árið 1980 hófst eldgos á Kröflusvæðinu. Gosið var stutt, tilkomumikið og ægifagurt segir í annálum frá þeim tíma. En þetta var ekki fyrsta gosið og hafði gosið þar með reglulegu millibili.

„Eldgos hófst enn á Kröflusvæðinu kl. 22.04 á laugardagskvöldið 18. október. Gaus á ca. 7 km langri sprungu í norður frá Leirhnjúk og rétt norður fyrir Sandmúla. Gosið nyrzt var á svipuðum slóðum og syðst í gjástykkisgosinu í júlí. Eldgos þetta var ægifagurt að sjá, en það gekk mjög hratt niður og á sunnudagsmorgun var því lokið nema rétt nyrst.“

Heimild og mynd: Bókin Árið 1980.