Sögumolar | 03.November

Glaumbær brennur

Vinsælasti og umtalaðasti skemmtistaður Reykjavíkur 1971 brann 4. desember sama ár. Mikil eftirsjá var hjá mörgum eftir staðnum. Hljómsveitin Dúmó og Steini sömdu seinna lagið Glaumbær sem varð fljótt vinsælt. Í textanum má heyra þær rómantísku minningar sem margir höfðu um staðinn.

„Aðfaranótt 4. desember kom upp eldur í veitingastaðnum Glaumbæ. Var mikill eldur á efstu hæðinni og unnu 60-70 slökkviliðsmenn að slökkvistarfinu. Efsta hæðin eyðilagðist alveg og neðri hæðirnar skemmdust mikið af vatni og reyk. Er talið, að eldurinn hafi komið upp frá sígarettu, sem einhver gestaurinn hafði misst niður kvöldið áður. Tjónið nam milljónum króna, en auk þess missti unga fólkið eftirlætisskemmtistað sinn,“ segir um atburðinn þegar hann er rifjaður upp í árbók.

Heimild og mynd: Árið 1971.