Sögumolar | 07.March

Glæpir í Bandaríkjunum í gegnum tíðina

Glæpatíðni í Bandaríkjunum hefur verið skráð af stjórnvöldum síðan á nýlendutímabilinu. Glæpatíðnin hefur verið mismunandi í gegnum söguna en sjá mátti mikla aukningu upp úr1963, sem náði breiðum hámarki á áttunda áratugnum og snemma á níunda áratugnum. Síðan þá hefur glæpum fækkað verulega í Bandaríkjunum og núverandi glæpa tíðni er u.þ.b. sú sama og á sjöunda áratugnum.

Glæpir í sögulegu samhengi

Almenn skráning glæpatíðni í Bandaríkjunum sem miða tölur við hverja 100.000 íbúa hefst árið 1960.

Til lengri tíma litið hefur ofbeldisglæpum í Bandaríkjunum fækkað frá nýlendutímanum. Morðtíðnin hefur verið áætlað vera yfir 30 á 100.000 manns árið 1700, datt niður undir 20 eftir 1800 og undir 10 eftir 1900.

Eftir síðari heimsstyrjöldina jókst glæpastarfsemi í Bandaríkjunum, náði hámarki um 1970 og til byrjun tíunda áratugarins. Ofbeldisglæpir næstum fjórfölduðust á tímabilinu 1960-1990 og náði hámarki árið 1991. Eignarbrot meira en tvífaldaðist á sama tíma. Síðan á tíunda áratugnum hins vegar, í bága við almennan skilning almennings í landinu, hefur glæpum í Bandaríkjunum fækkað jafnt og þétt.

Þann 16. september 1994, skrifaði Bill Clinton Bandaríkjaforseti undir lagabálk sem nefndist ráðstafanir gegn ofbeldisbrotum og löggæslulög. Samkvæmt þessum lögum var meira en 30 milljörðum Bandaríkjadala varið í alríkisaðstoð á sex ára tímabili til að bæta alríkis- og staðbundna löggæslu, til fangelsimála og aðgerðir til að koma í veg fyrir glæpastarfsemi. Talsmenn lagana, þ.m.t. forsetinn, þökkuðu það sem meginástæðu fyrir lækkandi glæpatíðni á tíunda áratugnum en gagnrýnendur voru á öðru máli og önnur atriði hafi einnig skipt máli.

Fjöldi fanga í fangelsi hefur vaxið hratt frá miðjum áttunda áratugnum en ef til vill má skrifa það á lengri fangelsisdóma, fremur en fjölgun glæpa. En lítum á nokkra þætti sem hafa áhrif á glæpatíðnina.

Frá miðjum níunda áratugnum jókst krakk - kókaínsmarkaðurinn hratt áður en hann lækkaði aftur áratug seinna. Sumir samfélagsgagnrýnendur hafa bent á tengslin milli ofbeldisbrota og notkun krakk.

Lögleiðing fóstureyðinga fækkaði fjölda barna sem fædd voru af mæður í erfiðum kringumstæðum en erfitt barns æska er einn af mörgum umhverfisþáttum sem gera börn líklegri til að verða glæpamenn síðar meir á lífstíðinni.

Enn einn þáttur sem þakka má fækkun glæpa er breyting á lýðfræðilegri samsetningu þjóðarinnar en fjölgun eldri borgara hefur verið þakkað fyrir þessa fækkun. Annað er til að mynda hækkandi innkoma heimila sem hefur leitt til færri glæpi.

Innleiðingu gagnaverkefnisins CompStat minnkaði verulega glæpi í borgum sem tóku það upp.

Sérfræðingar hafa talað um svo kölluð leiðaáhrif (áhrifaþætti) sem meginástæðu fyrir fækkun glæpa; fræðimaðurinn Mark A.R. Kleiman skrifaði eftirfarandi: ,,með þeirri forsendu að leiðaáhrifin á börn hafi minnkað síðan á níunda áratugnum og áhrifin sem það hefur á glæpi, þá getur leiðáhrifin auðveldlega útskýrt stóran hluta – og örugglega meira en helming – að glæpum hafi fækkað á tímabilinu milli 1994 – 2004."

Nákvæmar tölfræðilegar rannsóknir sem tengjast staðbundnum breytingum á leiðaáhrif vegna staðbundinnar glæpastarfsemi benda til að hlutfallið sé um 90%.

Morð

Samkvæmt tölum bandaríska dómsmálaráðuneytinu voru afrísk-ættaðir Bandaríkjamenn ábyrgir fyrir 52,5% allra morðárása á tímabilinu frá 1980 til 2008; evrópsk-ættaðir 45,3% og "aðrir" 2,2%. Brotahlutfall afrísk-ættaðra Bandaríkjamanna var næstum 8 sinnum hærra en meðal evrópsk ættaðra Bandaríkjamanna og fórnarlambs hlutfallið 6 sinnum hærra. Afrísk-ættaðir Bandaríkjamenn eru um 6% heildar mannfjölda í Bandaríkjunum.

Flest morðanna voru framin innan eigin kynþáttar, þar af voru 84% fórnarlömb evrópsk-ættaðra Bandaríkjamanna drepnir af evrópsk-ættuðum Bandaríkjamönnum og 93% af fórnarlömbum afrísk-ættaðra Bandaríkjamanna voru drepnir af afrísk-ættuðum Bandaríkjamönnum.

Fyrir árið 2013, var fjöldi og hundraðshluti morðarmála eftir kynþætti eftirfarandi:

Svartir eða afrísk-ættaðir Bandaríkjamenn 4,379 = 51.3%

Hvítir Bandaríkjamenn ( ekki rómask ættaðir) 2,861 = 33.5%

Rómönsk-ættaðir Bandaríkjamenn (Suður-Ameríku) 1,096 = 12.8%

Bandarískir indíánar eða frumbyggjar Alaska 98 = 1.14%

Bandaríkjamenn af asísku uppruna 101 = 1.18%

Hins vegar var hlutfall einstaklinga í hverjum lýðfræðihópi eftir kynþætti sem var handtekinn fyrir morð árið 2013 (miðað við áætlaðan íbúafjölda árið 2016):

0.0102% af íbúafjölda svartra eða afrísk-ættaðir Bandaríkjamenn (4,379/42,975,959)

0.0023% af íbúafjölda bandarískrar indíána eðafrumbyggja Alaska (98/4,200,658)

0.0019% af íbúafjölda rómask-ættaðra Bandaríkjamanna (1,096/57,516,697)

0.0014% af íbúafjölda hvítra Bandaríkjamanna (3,799/198,077,165)

0.0010% af íbúafjölda frumbyggja Havaí eða annarra eyjaskeggja á Kyrrahafssvæðinu (6/646,255)

0.0005% af íbúafjölda asískt-ættaðra Bandaríkjamanna (101/18,418,268).

Svartir eru ábyrgir fyrir meirihluta morða framin með byssum sem fórnarlömb/handteknir í Bandaríkjunum á meðan hvítir eru ábyrgir fyrir meirihluta morða framin án skotvopna sem fórnarlömb/handteknir á tímabilinu 2007-2016, 57% voru svartir, 40,6% voru hvítir (þar á meðal eru rómanskt-ættaðir), 1,35% asískt-ættaðir, 0,98% af óþekktum kynþætti og 0,48% meðal frumbyggja Bandaríkjanna.

Morð framin án skotvopna voru um 30% af heildarfjölda morða á þessu tímabili. Svartir eru enn mest áberandi, þó að þeir séu aðeins um u.þ.b. 2,5x hlutdeildar þeirra í hinu almennu þýði.

Af þeim sem ekki voru myrtir með skotvopnum í Bandaríkjunum milli 2007-2016, voru hvítir (þ.m.t. rómanskir), 32,9% svartir, 2,29% asískir, 1,89% af óþekktum uppruna og 1,43% frumbyggjar Norður-Ameríku.