Sögumolar | 23.July

Er Afganistan kirkjugarður heimsvelda?

Ef litið er á landabréfakortið af landinu, má sjá að Afganistan er mitt á milli vestursins og austursins. Þarna lágu og liggja verslunarleiðir og þess vegna er Afganistan ákaflega menningarlega fjölbreytt land. Þar býr fjöldi þjóðarbrota. Landið er talið hafa töluvert mikilvægi í gegnum tíðina vegna staðsetningar og hafa ófáir innrásarherir gert innreið sína í landið. Þarna hafa einnig myndast innlend stórveldi, það síðasta um 1747 og var nefnt Durrani-keisaradæmið með Kandahar sem höfuðborg en síðar varð Kabúl höfuðborgin og er hún það enn.

Á 19. öld var Afganistan leppríki í pólitískum valdahrókeringum milli breska heimsveldisins og rússneska keisaraveldisins, allt til 19. ágúst 1919 er landið varð sjálfstætt eftir þriðja stríð sitt við Breta.

Sú mýta hefur myndast og er gömul að landið sé n.k. kirkjugarður stórveldanna sem ráðist hafa inn í landið í gegnum árhundruðin. Það er óumdeilt að það er erfitt að berjast í landinu, enda fjalllendi mikið þar og landið stórt eða um 652.864 km² og íbúarnir óvinveittir. Orðstír þess sem lands sem ekki er hægt að sigra til fulls, er ef til vill ofaukið.

Í raun tókst tveimur síðustu heimsveldunum sem reyndu að taka Afganistan, breska heimsveldinu og Sovétríkjunum, að mest ætlunarverk sitt, jafnvel eftir að báðir aðilar drógu út landinu hersveitir sínar. Það varði svo lengi sem þau voru tilbúnar að leggja til aðstoð og fjármagn til stjórnarinnar í Kabúl. Þetta virðist ætla einnig að vera raunin með Bandaríkin. Þau hafa dregið herlið sitt að mest úr landinu og styðja núverandi stjórnvöld með fjárlögum og sérstækum hernaðaraðgerðum og sérsveitum. Það mun því líklega fara eins fyrir þeim, þegar fjármagnið er þrotið, að áhrifin hverfa og verða ekki að neinu. Hernaðarlegt markmið gæti þó hafa náðst.

Átök Breta við Afgana er fyrst og fremst minnst vegna hörmungana í fyrsta Afganistanstríðinu (1839-1942) sem náðu hámarki í Pell-mell en þar þurftu breskar og indverskar hersveitir að hörfa frá Kabúl í skyndi. Allt að 16.000 manns, þar á meðal 700 Evrópumenn, var þurrkað út vegna vetrarveðurs og óteljandi árása ættflokka. Bretar lentu aftur í vandræðum í seinna Afganistanstríðinu (1878 - 1880) og ber þar hæst ósigurinn í orrustunni um Maiwand í Suður-Afganistan. Þar var rúmlega þúsund hermenn af tvö þúsund og fimm hundrið eytt.

Enn stjórninni í London tókst að ná nauðsynlegu markmiði sínu í Afganistan: sem var að halda stjórn á utanríkisstefnu Afganistans og að halda rússneskum áhrifum frá landinu. Frá 1880 til 1919 var Afganistan raunverulegur verndarríki breska heimsveldisins, þegar það studdi Abdur Rahman til valda og son hans Habibullah.

Habibullah var myrtur árið 1919 og við hásæti hans tók við bróðir hans Amanullah, sem hóf þriðja Afganistanstríðið til að ná aftur stjórn á utanríkisstefnu landsins síns. Honum tókst það einungis vegna þess að Bretar voru orðnir of stríðsþreyttir eftir fyrri heimsstyrjöld til að veita mikið viðnám. Áhrifa þeirra gætti eftir sem áður á meðan Bretar voru heimsveldi.

Hernám Sovétríkjanna á Afganistan kom eins og þruma úr heiðskíru lofti um jólin 1979 og hófust þá átök sem stóðu til byrjun ársins 1989 þegar Sovétríkin tóku að riða til falls. Stríðið stóð í níu ár og var yfirlýstur tilgangur með henni að styðja baráttu marxista sem voru við völd gegn andspyrnuhreyfingu íslamskra bókstafstrúarmönnum sem háðu heilagt stríð gegn yfirvöldum. Andspyrnuhreyfingin naut stuðnings ýmissa aðila, meðal annars bandarísku leyniþjónustunnar CIA, Sádi-Arabíu, Pakistans og annarra múslímaríkja. Stríðið varð leppstríð í kalda stríðinu, þar sem Bandaríkin og Sovétríkin tókust á með óbeinum hætti í gegnum átök í öðrum ríkjum.

Sovétríkjunum gekk verr en Bretum að friða landið. Þau misstu 26 þúsund hermenn í bardögum gegn mujahideen skæruliðum sem höfðu þann óumdeilda ávinning að geta valsað um landamæri Pakistans og Afganistan (sem innfæddu gátu ekki gegn Bretum enda Pakistan undir stjórn þeirra) og auðveldan aðgang að vopnum frá Bandaríkjunum og Saudi – Arabíu og fleiri aðilum. Stríð Sovétmanna í Afganistan hefur oft verið líkt við stríð Bandaríkjamanna í Víetnam, vegna mikils kostnaðar beggja stórveldanna og að því virðist árangursleysis hernaðarins. Áætlað er að um ein milljón Afgana, óbreyttir borgarar og andspyrnumenn hafi fallið, auk þess sem 5,5 milljónir hafi misst heimili sín. Sovétmönnum tókst þó ætlunarverk sitt. Ríkisstjórn Najbullah sem kallað hafði til aðstoðar þeirra fyrrnefndu, lifði af þegar Rauði herinn yfirgaf landið.

Najibullah var við völd allt til 1992, en þá höfðu Sovétríkin þá þegar liðast í sundur og stuðningur þeirra við ríkisstjórnina löngu horfið. Hann hafði oltið úr sessi fyrir tveimur ættbálkaleiðtogum, Ahmad Shah Massoud’s sem var Takísti (e.Tajiks) og Usbekistanum (e. Uzbeks) Abdul Rashid Dostum. En á milli 1989 og 1992 hafði Moskvustjórnin loksins náð, þó í stutta stund, nauðsynlegu markmiði sínu í Afganistan að styðjast við vinveitta ríkisstjórn í Kabúl.

Er það möguleiki fyrir Bandaríkin að endurtaka leikin sem Bretum og Rússum tókst, að hafa vinveitta ríkisstjórn við völd í Kabúl þegar það hefur dregið mest megnið eða allt herlið sitt úr landi? Til að geta svarað þeirri spurningu, verðum við að líta yfir sögu Afganistan síðan 2001.

Stjórn Talibana féll tiltölulega auðveldlega í afturmarsinu eftir 9/11. Þeim var velt úr sessi af Norðurbandalaginu (Nortern Alliance) sem naut stuðnings bandaríska flughersins og sérsveitum leyniþjónustu og hers Bandaríkjanna. Hún hreinlega féll vegna þess að villimannsleg stjórn hennar hafði ofboðið íbúum landsins og kostað stuðning þeirra. Í árslok 2001 náðu erlendir aðilar að sauma saman nýja undir forystu útlagans Hamid Karzai. Hann aftur á móti hafði lítil áhrif á stjórn landsins í byrjun. Raunverulegt vald lá hjá stríðsherrum eins og Sher Mohammad Abkundzada, Muhammad Fahim Khan, Ismail Khan, Gul Agha Sherzai og hálfbróður Karzai, Ahmed Wali Karzai.

Vandamálið var að þegar þessir menn réðu seinast, í kjölfar falls Najibullah um 1990, var ástandið svo spillt og óreiðufullt, að þá hafi margir Afganistar boðið Talibani velkomna án þess þó að vita hvers þeirra biði. Karzai vissi þetta og reyndi án árangurs að minnka völd stríðsherranna. Honum mistókst vegna þess að þeir höfðu fleiri hermenn en hann yfir að ráða.

Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra reyndu lítið í byrjun að byggja upp öryggissveitir stjórnar Afganistans. Þá í upphafi hafði hún aðeins um 6 þúsund lögreglumenn og hermenn í byrjun árs 2002 og færri en 100 þúsund í ársbyrjun 2007, sem er greinilega ófullnægjandi til þess að stjórna þjóð sem er yfir 30 milljónir íbúar. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra reyndu heldur ekki að fylla upp í valdatómið með því að senda inn eigin hersveitir. Í lok árs 2006 voru aðeins um 30 þúsund bandarískir hermenn í Afganistan og aðalhlutverk þeirra var að eltast við leifar Al—Qaeda en ekki til þess að stjórna landinu þannig að það yrði stjórnhæft.

Karzai bað Bandaríkjamenn um hernaðaraðstoð til þess að losna við eða minnka völd stríðsherranna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna þá, Donald Rumsfeld, svaraði bara með skætingi. Rumsfeld sagði í endurminningum sínum að hann hafi gefið Karzai þau ráð, ,,...að stað þess að nota hernaðarstyrk bandaríska hersins til að koma málum sínum áfram, ætti hann að einbeita sér að ná valdi á stríðsherranna, ættbálkahöfðingjanna og embættismönnum með stöðuveitingar innan stjórnkerfisins.“

Þessa lexíu lærði Karzai of vel. Hann myndaði fljótlega táknrænt bandalag við stríðsherranna; þeir héldu hann við völd á meðan hann átti að horfa blinda augað á þjófnað og yfirgang þeirra sem meðal annars fólst í ólöglegri eiturlyfjaframleiðslu og sjálfstjórnar á eigin landssvæðum.

Á sama tíma höfðu Talibanar, sem legið höfðu kylliflatir síðan á tímabilinu 2002-2005, endurnýjað styrk sinn á verndarsvæðum í Pakistan, líklega með heimild og leyfi leyniþjónustu Pakistans. Frá og með 2006 urðu þeir á ný vaxandi ógn. Margir Pashútar (e. Pashtuns) í Suður- og Austur-Afganistan voru hallir undir endurkomu þeirra vegna þess að þeir voru orðnir fullsaddir á spillingunni og getuleysis ríkisstjórnar landsins.

Bandaríski herinn var á sama tíma upptekinn í Írak og hafði ekki mannafla til að bregðast á fullnægjandi hátt við. Það var ekki fyrr að honum tókst að ná tökum á uppreisnina í Írak sem stóð frá 2007 og til 2008, að bandarísk stjórnvöldum óx ásmegin í Afganistan. Undir forystu Obama Bandaríkjaforseta, sem kallaði átökin í Afganistan ,,nauðsynlegt stríð“, var heraflinn aukinn og fór upp í hundrað þúsund hermenn árið 2010. Það var samt ekki nóg til að ná tökum á ástandinu og var því aukið við herliðið en með þeim forvöðum að aðgerðin ætti að taka að hámarki 18 mánuði. Það hvatti hins vegar Talibana til að bíða rólegir þar til að tímabilinu lyki.

Þessi takmarkaði hernaðarstyrkur og úthald heraflans gerði það ómögulegt að framkvæma skilgreindan gagnhernað gegn skæruliðahernaðinum um allt land. Stanley McChrystal, sem þá var yfirmaður Atlantshafsbandalagsins frá 2009 til 2010, takmarkaði umfang aðgerða sinna, svokölluðu ,,útrýma og halda aðgerðum“ (e. clear-and-hold operations) við helstu bækistöðvar Talibana í Suður-Afganistan. Hér hafði herliðsaukningin greinileg áhrif og Talibanar misstu mestmegnis stjórn á héruðunum Helmand og Kandahar þegar í árslok 2011. Þessi aukning varð til þess að hægt var þjálfa og vopna afgönsku öryggissveitir (e. Afghan National Security Forces) og fór mannskapurinn upp í 350.000 manns (sem skiptist gróflega í tvo helminga, milli hersins og lögreglunnar) og geta þeirra jókst gífurlega. Nú leiða afganskar hersveitir um 95% allra hernaðaraðgerða gegn skæruliðum og missa 95% af því liði sem fellur í bardögum. Samt virðast Talibanar vera ósigraðir. Þeir eiga enn griðastaði í Pakistan og það sem er verra, þeir starfa nánast óáreittir í aðeins fáeina klukkustunda fjarlægð frá Kabúl.

McChrystal hershöfðingi hafði ætlað sér að færa hersveitir til austurhluta landsins eftir að suðrið væri tryggt hernaðarlega, en á þeim tíma var Obama orðinn ákveðinn í að fækka í herafla bandamanna, hvort sem það væri hernaðaraðgerðum hagstætt eða ekki. Þannig er staðan í dag. Bandaríkin eru að undirbúa sig að yfirgefa Afganistan á sama tíma og Talibanar ógna verulega stjórn landsins. Hins vegna vex afgönsku herliði ásmegin (ANSF) við að verja eigið land. Framtíðarhorfur eru ekki góðar. Líklegt er að landið verði áfram fátækt og spillt, en ekki endilegt að það verði aftur að griðastað hryðjuverkamanna og –samtaka.

Öryggissveitir Afgana geta haldið áfram að vernda land sitt frá yfirtöku Talíbana en aðeins ef þær halda áfram að fá aðstoð frá Bandaríkjunum í mikilvægum málaflokkum eins og upplýsingaöflun, flutningum, áætlanagerð og hernaðarstuðningi úr lofti. Bandarískt heryfirvöld áætla að heildarkostnaðurinn við ANSF sé á bilinu $4 til $5 milljarða á ári, og þeir telja að það eigi að vera algjört lágmark tíu þúsund banarískir hermenn staðsettir í landinu og þjóni tilgangi sem n.k. hernaðarráðgjafar, sérsveitaaðgerðir og geri loftárásir þar sem þurfa þykir. Meiri fjármagnsskuldbinding og fleiri hermenn geti leitt til meiri árangurs.

Afstaða Bandaríkjamanna til landsins er óljóst eftir forsetaskiptin í Bandaríkjunum. Donald Trumps er nokkuð konar jóker í spilastokknum og hvort hann hafi úthald eða vilja til að halda áfram aðstoð við landið, er óljóst á þessari stundu. Landið hefur kostað bandaríska skattgreiðendur ómæla peninga, sem þeir hefðu frekar viljað fjárfesta í innviði eigin lands. Sjálfur Trumps hefur sagt að Bandaríkin eigi að njóta forgangs og þar á hann við um fjármagn og skuldbindingar. Áður en Obama fór frá völdum, hafði hann gert drög að tvíhliða öryggissamningi en Karzai hefur neitað að skrifa undir hann. Ef arftaki Karzai skrifar undir samninginn, þá er ennþá spurning hversu mikið herlið verði þar og hversu mikið fjármagn verði varið í landið. Ljóst er að ef Bandaríkin hætta stuðningi sínum, þá yrði ríkisstjórnin í Kabúl heppinn að endast eins lengi og ríkisstjórn Najbullah forseta.

Ef stjórnin í Kabúl myndi falla, myndu Talíbanar og bandamenn þeirra, Al-Qaeda, snúa aftur til Afganistan. Landið gæti enn einu sinni orðið griðastaður alþjóðlegra hryðjuverkamanna og griðastaður þar sem jihadamenn gætu gert sjálft Pakistan óstöðugt. Það er enn hægt að koma í veg fyrir þá niðurstöðu, en Bandaríkjamenn ættu að kíkja í sögubækur og draga lærdóm af reynslu Breta og Rússa og viðhalda öflugum skuldbindingum sínum eftir sem áður.