Sögumolar | 22.September

Bandaríkjamenn hóta Íslendingum vegna hvalveiða

Hvalveiðar Íslendinga hafa verið umdeildar á síðustu áratugum og hafa verndunar sinnar beitt sér á ýmsan hátt gegnum veiðum Íslendinga. Árið 1987 blandaði bandaríkjastjórn sér í málið og hótaði að beita bandarískum lagaákvæðum gegn hvalveiðum Íslendinga. Þær fólu meðal annars í sér ýmsar refsiaðgerðir svo sem viðskiptalegar. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar tókst að ná samkomulagi við bandarísku stjórnina og var refsiaðgerðum ekki beitt að þessu sinni.

Í frétt um þetta mál segir í bókinni 1987:

„Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum 10. september að fallast á tilboð Bandaríkjamanna í hvalveiðideilunni. Íslendingar stöðvuðu hvalveiðarnar á meðan áþreifingar áttu sér stað. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, skrifaði m.a. Regan forseta um málið og útskýrði málstað Íslendinga. Að lokum varð samkomulag um, að bandaríkjamenn myndu ekki amast við veiðum á 100 hvölum og ekki beita lagaákvæðum um refsiaðgerðir vegna hvalveiðanna og þá var samkomulag um að Íslendingar legðu framvegis vísindaveiðar sínar fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið og að þjóðirnar beittu sér fyrir því, að vísindanefnd ráðsins yrði endurskipulögð. Myndin er tekin á fundi ríkisstjórnarinnar, þegar tilboð Bandaríkjanna var rætt.