Sögumolar | 10.February

Austurstræti göngugata

Eftir tímabundna tilraun 1974 með að gera hluta Austurstrætis að göngugötu var ákveðið að ganga alla leið og hafa lokunina endanlega.

„Eftir undangengna tilraun með Austurstræti sem göngugötu var endanlega ákveðið að breyta helming götunnar í göngugötu. Voru lagðar hitalagnir í hana til að koma í veg fyrir hálku og þegar gatan var formlega opnuð í lok júlí hafði verið komið þar fyrir höggmyndasýningu.“

Heimild og mynd: Árið 1974