Sendiherra Kína í Svíþjóð herjar á sænska fjölmiðla

Utanríkisráðherra Svíþjóðar hyggst kalla sendiherra Kína á teppið vegna ágangs hans í garð sænskra fjölmiðla.

Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa greint frá því að eftir að Gui Congyou tók við sem sendiherra Kína í Svíþjóð hafi hann reglulega haft samband við sænska fjölmiðla og heimtað að þeir breyti umfjöllun sinni um Kína. Talað er um hótanir í þessu sambandi og að sendiherrann hafi hvatt fjölmiðla til að stunda sjálfs ritskoðun þegar þeir skrifa fréttir af  Kína. Miðlar eins og Svenska Dagbladet, Expressen, Sveriges Radio og Svt  hafa sagt frá því að sendiherrann hafi sent þeim ótal pósta og bréf þar sem hann gagnrýnir miðlana fyrir fréttaflutning af kínverskum málefnum. 

Hefur sendiherrann gegnið svo langt að hóta Menningarmálaráðherra Svíþjóðar, Amöndu Lind, ferðabanni til Kína ef hún mætti á fund til stuðnings sænsk-kínverska  Gui Minhai sem situr í fangelsi í Kína af pólitískum ástæðum. 

Amanda Lind svaraði því til að sænsk stjórnvöld hefðu gert kínverskum stjórnvöldum það alveg ljóst að þau krefðust þess að Gui Minhai yrði þegar í stað leystur úr haldi og undirstrikað að í Svíþjóð væri málfrelsi og það væri óviðeigandi að erlent ríki reyndi að ritskoða sænska fjölmiðla.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR