Sænskur stangastökkvari setti heimsmet

Stangastökkvarinn Armand Duplantis setti heimsmet í gær í stangastökki innanhúss þegar hann stökk yfir 6,17 metra.

Hinn 20 ára Duplantis náði að stökkva yfir 6,17 metra í annarri tilraun og sló þar með fyrra heimsmet.

Fyrra heimsmet átti hinn franski Renaud Levillenies en hann stökk yfir 6,16 metra í febrúar 2014

Hann var að vonum glaður með árangurinn og sagðist hafa stefnt á þennan árangur strax í æsku. Hann sagði við fjölmiðla að þetta væri góð byrjun á stóru ári með tilliti til komandi Ólympíuleika.

Hann er sá fyrsti Svíinn sem setur heimsmet í frjálsum frá því Patrik Bodén setti heimsmet í spjótkasti 1980. Það met stóð í þrjá mánuði. 

Á síðasta heimsmeistaramóti í Doha vann Duplantis til silfurverðlauna. Hann er núverandi evrópumeistari í stangastökki. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR