Pundið styrkist þvert á spár

Breska pundið hefur verið að styrkjast eftir sigur Brexit sinna í þingkosningunum. Allt útlit er nú fyrir að Bretar gangi úr ESB hratt og örugglega.

Öflugur áróður, þeirra sem vildu að Bretar  væru áfram í ESB, um að pundið myndi hrynja og fyrirtæki myndu flýja eyjuna er langt frá þeim raunveruleika sem nú blasir við. 

Fjölmiðlar í Danmörku segja frá því að fyrirtækja eigendum sem eiga í viðskiptasambandi við Bretland sé létt og þeir muni nú snúa sér að því að aðlaga viðskipti sín að nýjum veruleika.

Trump Bandaríkjaforseti segir að Bretar muni nú fá viðskiptasamning við Bandaríkin sem verði stærri en sá sem Bandaríkin hafa við ESB.

Nú vill ESB semja

Annað hljóð er komið í ráðamenn ESB og segjast þeir nú vilja semja við Breta en hingað til hafa þeir verið mjög stífir á sínu og allt að því sett Bretum skilyrði um samning. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR