Pirrað leirburðarskáld fóðrar fallbyssuna fyrir kosningar

Fréttablaðið talar mjög hart gegn lýðræðislegum kosningum og leikreglum lýðræðisins að mati ritstjórnar skinna.is. Í dag birtir Kolbrún Bergþórsdóttir pistil um hvað það fer í taugarnar á henni að hægt sé að kalla fram lýðræðislegar forsetakosningar af því að henni finnst mótframbjóðandi Guðna eiga svo lítinn séns.

Reyndar er það svo að Kolbrún þessi er alltaf mjög pirruð yfir öllu í sínum pistlum. Oft eru þeir eins og reyfarakenndur reiðilestur út í allt og alla. Og oft frekar leiðinlegur leirburður en hitt af hálfu snobbaðs sjálfsskipaðs menningarvita. Núna er það út í mann sem notaði allar leikreglur lýðræðisins til að bjóða sig sem valkost við núverandi forseta.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem fulltrúar ríku elítunnar í fjölmiðlaheiminum, Fréttablaðið, hafa troðið hugmyndina um lýðræðislegar leikreglur niður í svaðið. Það gerði múltí millinn sem á blaðið í forystugrein fyrir ekki svo löngu. Þar var reynt að spila á tilfinningar fólks þannig að verið væri að sóa peningum, fjögurhundruð milljónum, skattborgaranna með því að leyfa einhverjum, að kalla fram kosningar á löglegan hátt. Einhverjum sem ekki er ritstjóranum og hvítflibba millanum og hans líkum að skapi.

Formælingar og haturskenndar yfrirlýsingar frá þessu fólki munu ná hámarki tveimur vikum fyrir kosningar. Þá mun RÚV bætast í hópinn. Allt verður dregið upp um mótframbjóðenda Guðna forseta og snúið út úr og á haus. Þeir sem munu heyja ógeðslegustu kosningabaráttunna verða þessi pirruðu leirburðarskáld sem tala gegn lýðræði og RÚV mun draga vagninn. Fólkið sem ætlar að koma okkur inn í ESB, selja frá okkur landið og auðlindirnar mun svífast einskis til að koma í veg fyrir að á Bessastaði setjist einstaklingur sem líklegur er til að leyfa þjóðinni að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslum í gegnum málskotsréttinn. -Þjóðin á ekki að fá að kjósa! – er þeirra skoðun. Þetta lyktar eins og fasismi. 

Já, góða fólkið getur verið harðsnúið í góðmennsku sinni og trúarhita í þeirri baráttu fyrir framtíð sem það dreymir um og er hin eina rétta og sanna fyrir Ísland. Við munum nú í komandi forsetakosningum sjá hversu langt þetta góða fólk, fulltrúar ríka fólksins, er tilbúið til að ganga til verja sannfæringu sína og draum.

Góða fólkið sem trúir á ESB og alþjóðahyggju, ætlar að frelsa okkur hin og ganga hart fram í því.

„Það rennur blóð í frelsarans slóð, en faðir það er vel meint,“ söng Bubbi hér um árið og orðin endurspegla vel í hvaða vegferð gott fólk getur lent telji það að tilgangurinn helgi meðalið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR