Kórónaveiran hefur haft miklar afleiðingar fyrir fyrirtæki og ekki síst flugrekstur. Þúsundum flugferða hefur verið aflýst um heima allan. Þegar ekki er flogið verður að setja flugvélarnar í geymslu einhverstaðar.
Kastrupflugvöllur býður flugfélögum upp á langtíma geymslu á flugvélum á flugbrautum flugvallarins. Á hverri flugbraut komast 80 flugvélar fyrir.Flugfélögin SAS og Norwegian hafa sérstaklega notfært sér þetta tilboð Kastrupflugvallar.