Noregur: Drukkin ungmenni safnast saman þrátt fyrir samkomubann

Lögreglan í Noregi átti fullt í fangi með að brjóta upp samkomur drukkinna ungmenna á laugardagsnótt. Þrátt fyrir samkomubann hirti unga fólkið lítt um það og sló upp partýi í almenningsgörðum og baðströndum í Osló og nágrenni.

Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni er bekkurinn þétt setinn á fleytunni og smit getur auðveldlega borist á milli fólks.

Staðan í Noregi er þannig að látnir vegna veirunnar eru 256 og í síðustu viku greindust 311 smit og 15 voru lagðir inn á sjúkrahús.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR