Í Danmörku verður skylda að nota hjálma á rafmagnshlaupahjólum eftir 1. janúar 2022.
Haft er ráðherra umferðarmála Benny Engelbrecht að þetta hafi verið ákveðið með tilliti til umferðaröryggis.
Slysum vegna rafmagnshlaupahjóla hefur fjölgað mikið í landinu, svo mikið að það hefur vakið athygli og hafa raddir um hertari öryggiskröfur í vegna hjólanna hljómað lengi.
Könnun sem umferðarráð þar í landi gerði sýnir að það er sjö sinnum hættulegra að ferðast með rafmagnshlaupahjóli en venjulegu hjóli.
Algengast er að fólk verði fyrir höfuðskaða falli það á rafmagnshlaupahjólinu. Rafmagnsknúin hlaupabretti falla einnig undir lögin.
Ástæðan fyrir því að lögin taka ekki gildi fyrr en 2022 er meðal annars kórónaveirufaraldurinn. Ákveðið var að gefa framleiðendum og söluaðilum aðlögun og tíma til að til dæmis láta hjálm fylgja með í kaupunum.
Annars var talin hætta á að fólk færi að skiptast á notuðum hjálmum og það hefði aukið hættuna á smiti.
Rafmagnshlaupahjólin hafa verið þyrnir í augum sumra stjórnmálamanna og annarra sem áhuga hafa á umferðaröryggi. Tiltölulega frjáls notkun þeirra hefur verið gagnrýnt harkalega í Danmörku.
Hjálmskylda hér á landi fyrir börn undir 16 ára aldri
Svipaðar raddir hafa heyrst hér á landi bæði frá Samgöngustofu og Herdísi L. Storggard sem talað hefur fyrir auknu öryggi barna og ungmenna hér á landi.
Hér á landi mega börn undir 13 ára aldri ekki nota rafmagnshlaupahjól nái þau meiri hraða en 25 km/klst. samkvæmt lögum og reglugerðum. Einnig er kveðið á um hjálmskyldu barna undir 16 ára aldri.