Kjörseðlar komnir á kjörstaði þrátt fyrir vont veður og Kínaveiru

Það er ekki svo einfalt að ná tökum á öllu því hagkvæmasta til að koma kjörseðlum á kjörstað fyrir kosningar til Inatsisartut, grænlenska þingsins, 6. apríl. Til að mynda verða allir kjörseðlar að ná til 72 kjörstaða sem í ár hefur verið áskorun vegna slæms veðurs. En kjörseðlarnir eru komnir, sagði Naalakkersuisut, grænlenska ríkisstjórnin, í fréttatilkynningu á miðvikudag. 
Í ár hefur verið sérstaklega erfitt að koma kjörseðlum á kjörstaði. Vegna sóttvarna og páska hefur verið minna um flug en venjulega. Að auki hefur bæði verið bilun í vélum Air Greenland og slæmt veður hefur verið áskorun á nokkrum stöðum, segir Susanne Kristensen, miðstöðvarstjóri hjá póstfyrirtækinu Telepost og ábyrg fyrir því að samræma og fylgjast með sendingunum kjörseðla, í fréttatilkynningu. Sums staðar hafa þeir þurft að vera skapandi til að ná árangri. Til dæmis hafa sumir kjörseðlar borist á vélsleðum og með bíl yfir hafísinn segir í frétt dr.dk um málið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR