Innlent | 15.December

Vigdís Hauksdóttir gagnrýnir #metoo umræðuna

Vigdís Hauksdóttir fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins gagnrýndi #metoo umræðuna í þættinum Ísland í bítið á útvarpsstöðinni Bylgjunni. Hún sagði að umræðan væri komin út í öfgar. Hún hefði tildæmis ekki litið á það sem kynferðislega áreitni þegar Össur Skarphéðinsson sagði á þingi að einhverjir þingmenn hlypu undir pilsfaldinn á henni. Mátti skilja á henni að hún hefði tekið þetta sem hrós. “Ég labbaði einfaldlega upp að Össuri, lyfti pilsfaldinum og sagði: Má ekki bara bjóða þér líka undir pilsfaldinn eins og öllum hinum?” Vigdís sagist taka það sérstaklega fram að hún hefði aldrei orðið fyrir kynferðislegri áreitni á þingi en þvert á móti ekki orðið vör við neitt annað en að karlmenn hafi sýnt henni kurteisi og virðingu þegar hún sat á þingi. Hún hvatti til varfærnislegrar umræðu og að fólk missti sig ekki í umræðunni. Tók hún sem dæmi að einhverjir væru farnir að tala um jólasveinana sem perra vegna þess að þeir væru á glugganum hjá fólki. Slík umræða væri ills viti og ekki sanngjörn.