Innlent | 18.May

Verða göturnar líka sópaðar eftir kosningar?

Vegfarendur í Reykjavík á leið í vinnu á morgnana hafa rekið upp stór augu síðustu daga. Götusóparar hafa verið að störfum í morgunsárið önnum kafnir við að sópa rykið. Þetta er að vonum mjög óvenjuleg sjón enda hafa götusóparar verið sjaldséðir á götunum síðustu 4 árin. Líklega eru götusópararnir skýrasta merkið um að nú nálgist kosningar. Gömlu stjórnmálaflokkarnir eru oft vændir um að lofa öllu fögru fyrir kosningar og svíkja svo loforðin eftir kosningar.

Sumar skoðanakannanir sýna áframhaldandi vinstrimeirihluta í borginni mörgum til mikils hryllings. En stóra spurningin hjá mörgum íbúum Reykjavíkur er hvort götusóparar muni sjást á götum Reykjavíkur næstu 4 árin eftir kjördag, þann 26. maí.