Innlent | 17.January

Umræður í Borgarstjórn: Vilja flytja inn fólk til að bæta okkar trúarlíf og skólalíf

Þann 19. desember 2017 fóru fram umræður um skýrslu stýrihóps um stefnu í málefnum innflytjenda, hælisleitenda og flóttafólks í Borgarstjórn Reykjavíkur. Elín Oddný Sigurðardóttir, Vinstri grænum (V), fylgdi skýrslunni úr hlaði og sagði að í ársbyrjun 2017 hefðu innflytjendur verið um 14% íbúa Reykjavíkur sem væri talsvert yfir landsmeðaltali. Hún sagði ennfremur að borgarstjórnarmeirihlutinn stefndi að því að fara í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku fólks af erlendum uppruna í sveitarstjórnarkosningum. Hún hvatti til þess að Reykjavíkurborg bætti við fólki í vinnu til að sinna betur málefnum flóttamanna og innflytjenda og veita þeim sem heilstæðasta þjónustu.

Í umræðunum hvatti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar Sabine Leskopf (S) til þess að

komið yrði á kvótakerfi þegar ráðið er í stöður embættismanna hjá borginni og væru hælisleitendur ráðnir í ábyrgðarstörf hjá Reykjavíkurborg til jafns við Íslendinga.

Sjálfstæðismenn mjög sáttir við málflutning meirihlutans

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Ásta María Friðriksdóttir (D), sagðist taka undir allt hjá Sabine Leskopf (S) og sagði að sjálfstæðismenn væru afar sáttir með vinnunna og útkomuna. Hún sagði að sér fyndist skýrslan „mjög flott,“ og benti á að Sjálfstæðisflokkurinn stæði einhuga að baki skýrslunnar.

Vill bæta „okkar trúarlíf og skólalíf“ með innflutningi á fólki

Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingu (S) sagði í athugasemdum sínum við skýrsluna að það væri „ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem sitjum í stjórn Reykjavíkurborgar að átta okkur á ábyrgð okkar að búa hér til samkeppnishæfa borg...samkeppnishæfa borg bara í alþjóðlegu samhengi. Við stefnum í það að keppa um fólk.“

Hún sagði að hingað til hefðu Íslendingar alltaf tekið Íslendingum opnum örmum sem koma heim frá námi erlendis frá, en nú þyrfti að breyta um kúrs og taka vel á móti menntuðum hælisleitendum. Heiða Björg benti á að fjölmenning þrifist best í stórum borgum. Hún sagðist líka vilja flytja inn fólk til að bæta „okkar trúarlíf og skólalíf.“

Heiða Björg Hilmisdóttir, sagði einnig: „Því það er auðvitað ekki þannig að þeir sem hingað flytjast þurfi að aðlaga sig að okkur, við þurfum að sjálfsögðu að aðlaga okkur að því að hingað kemur fólk með alls konar bakgrunn...“

Heiða Björg sagðist játa, að hún hefði í vinnu fyrir borgina, oft hafa verið haldin fordómum gagnvart erlendu fólki. Hún sagðist líka alltaf hafa gengið út frá því sem vísu að konur og karlar séu jöfn en svoleiðis sé það ekki alls staðar en „okkur finnst óþarfi að segja það,“ segir Heiða.

Heiða Björg kom jafnframt inn á að taka þyrfti tillit til að Reykjavíkurborg væri að verða fjölmenningarborg á mörgum sviðum, meðal annars í „sorphirðu,“ en útskýrði ekki frekar hvernig sorphirða og fjölmenning færu saman.

Fer á alibaba til að sjá hvað margir dagar eru til jóla

Eva Einarsdóttir Bjartri framtíð (Æ) sagði í umræðunum að það væri gott að hópar innflytjenda færu stækkandi í Reykjavíkurborg. Í lok umfjöllunar sinnar um skýrsluna bað borgarfulltrúinn fólk að skoða alibaba og kíkja á hvað margir dagar væru til jóla en útskýrði ekki frekar hvað hún ætti við með því.

Fundinn má sjá á slóðinni: