Innlent | 30.September

Umdeild frétt dv.is um dauðvona mann

Frétt DV (dv.is) um dauðvona mann sem liggur heima hjá sér vegna þess að hann fær ekki þjónustu heilbrigðiskerfisins hefur vakið athygli í dag. Blaðamaðurinn sem skrifar fréttina, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, hefur komið víða við í heimi fréttamennskunnar og ekki ósanngjarnt að segja að hann sé umdeildur. Í þessari frétt segir frá ömurlegum aðstæðum manns sem er dauðvona. Maðurinn er með alvarlegt krabbamein í lunga. Bjartmar birtir myndir af dauðvona manninum í sófa í íbúð sinni en ekki kemur fram hvort sú myndbirting sé með samþykki mannsins. Rætt er við Hrafnhildi J. Aarhus sem sögð er systir mannsins og mun hafa komið frá Noregi sérstaklega til að hugsa um bróður sinn. Hún gagnrýnir að honum hafi ekki verið útvegað sjúkrarúm heim til að liggja í.

Í upphafi fréttar DV segir:

„Ég skil ekki hvernig hægt er að fara svona með mann sem liggur fyrir dauðanum. Íslenskt heilbrigðiskerfi er til skammar,“ segir Hrafnhildur J. Aarhus í samtali við DV. Hrafnhildur, sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, er búsett í Noregi en hún kom til Íslands á dögunum til þess að sinna dauðvona bróður sínum, Þorsteini J. Jóhannessyni. Hún er yfir sig hneyksluð á íslenska heilbrigðiskerfinu sem að hennar sögn stendur því norska langt að baki.

Í fréttinni er Hrafnhildur sögð hjúkrunarfræðingur að mennt og er henni mjög mikið niðri fyrir um hvernig íslenskt heilbrigðiskerfi er orðið og segir það til skammar. Hún fullyrðir að heilbrigðiskerfið í Noregi væri fljótar til og hefði kerfið tekið fljótar við sér og jafnframt gagnrýnir hún heimilislækni bróður síns sem hún segir að vilji ekki gera neitt fyrir bróður sinn og „vildi ekki koma nálægt málinu.“

Frænka mannsins gagnrýnir blaðamann fyrir fréttaflutninginn og segir hann rangann

Í umræðuþræði DV undir fréttinni stígur fram kona að nafni Þórdís Þórisdóttir sem segist frænka mannsins. Hún er síður en svo ánægð með fréttaflutning Bjartmars blaðamanns sem svarar ummælum hennar undir nafni ritstjórnar DV að virðist.

Í ummælum sínum segir Þórdís:

Þvì miður er þessi frètt ekki rétt frà A til ö !!!!!!!!!
Nr 1 þà var hann à fullkomlega gòðu elliheimili sem hugsaðu 100% vel um hann
Nr 2. Hann er bùinn að vera inn à geðdeild sìðan konan hans dò. Fékk svo gott elliheimili sem hùn rìfur hann ùt ùr til að þykjast geta hugsað um hann en svo er hùn nùna að hringja ì ættingja um að koma og hugsa um hann
Nr 3. Hùn fòr með hann til noregs ì sumar og skilaði honum svo ??? Afhverju að fara með hann til baka ef hùn ætlaði að hugsa um hann ì noregi ?
Nr 4 þà er hùn ekki alveg heil þessi kona à við alskonar hvilla. Og svo segjist að hùn sè hjùkrunarkona, hùn er það ekki!!
Mér finnst bara mjög leiðinlegt að það sè verið að ljùga að ykkur kæri lesendur DV. Og mér langar að byðjast afsökunar fyrir hönd Hrafnhildar að koma fram og ljùga að ykkur!
P.s hann er kominn með hjùkrunarrùm. Svo það þarf ekki að safna fyrir þvì !

Með síðustu orðum sínum virðist Þórdís vara fólk við að taka þátt í almennri söfnun til handa manninum enda sé málflutningur Hrafnhildar ekki réttur.

Svarið sem er skrifað á ritstjórn DV en gera má ráð fyrir að sé frá Bjartmari er svona: Sæl Þórdís. Hverju er verið að ljúga? Gagnrýni Hrafnhildar gengur út á það að það hefur tekið tæpa viku að fá sjúkrarúm sent handa Þorsteini og kerfið verið einstaklinga óliðlegt við það að aðstoða dauðvona mann. Hún þurfti að ganga hart fram til þess að fá það í gegn (sem er ánægjulegt að hafi tekist) en kerfið á ekki að fúnkera svona.

Það er sérstaklega tekið fram í fréttinni að fjölskyldan er ánægð með þjónustuna og starfsfólkið á Skógabæ. Varðandi liði 2-3 - hvað koma þeir málinu við og afhverju ertu að velta þér upp úr því? Málið snýst um þjónustuna sem Þorsteinn hefur fengið hjá heilbrigðiskerfinu þessa síðustu daga sína.

Varðandi lið 4 þá skulum við skoða hann.

Virðingarfyllst,
Ritstjórn DV

Hér má sjá frétt Bjartmars og DV.