Innlent | 13.April

Tillögu gegn formanni KÍ vísað frá

Þingfulltrúar á þingi KÍ vísuðu frá tillögu sem beindist gegn því að nýkjörinn formaður, Ragnar Þór Pétursson, tæki við embætti. Um 90 fulltrúar greiddu atkvæði með að tillögunni væri vísar frá en um 70 vildu taka hana fyrir. Samkvæmt heimildum skinna.is komu margir fundarmenn í pontu í umræðum um tillöguna og lýstu megnri óánægju með málatilbúnaðinn. Allir sem tóku til máls, fyrir utan Hönnu Vilhjálmsdóttur sem stóð að tillögunni ásamt fleirum, sögðu að umræðan sem fram fór í gær undir merkjum #meeto hefðu misnotað umræðuna og sett á svið leikrit gegn nýkjörnum formanni. Hanna Vilhjálmsdóttir er náin samstarfskona Guðríðar Arnardóttur formanns Félags framhaldsskólakennara. Guðríður bauð sig fram til formanns KÍ og tapaði fyrir Ragnari Þór. Svo virðist sem margir þingfulltrúar telji að tillagan hafi verið hrein aðför að Ragnari Þór og að aðförin hafi verið runnin undan rifjum Guðríðar sem hafi beitt samstarfskonu sinni fyrir sig. Margir þingfulltrúar lýstu líka undrun á að tillagan hafi yfir höfuð komið fram þar sem það er ekki þingfulltrúa að setja formann af sem kosin er í almennri kosningu félagsmanna. Margir þingfulltrúar sem tóku til máls beinu máli sínu til kvennanna sem stóðu að tillögunni og sögðust upplifa misnotkun og vanvirðingu. Einnig sögðu þeir að tillagan væri vanvirðing við hinn almenna kennara sem kaus Ragnar Þór til embættisins.Eins og áður sagði virðist sem margir telji að þeir sem kyndi undir átök í forystu Kennarasambandsins sé formaður Félags framhaldsskólakennara og helstu stuðningsmenn hennar.