Innlent | 10.September

Þingmaður í Flokk fólksins reifar hugmyndir um úrsögn úr Schengen

Landsfundur Flokks fólksins var haldinn um helgina þar sem fram fór málefnavinna og stefnumótun fyrir komandi þing. Margt mála voru á dagskrá og segir formaður flokksins, Inga Sæland, að áhersla verði lögð á að fylgja eftir málum síðasta þings.

Athygli hefur vakið að þingmaður flokksins, Karl Gauti Hjaltason, vill að kannaður sé sá möguleiki að ganga úr Schengen samstarfinu.

„Ég vill að það verði unnin skýrsla að beiðni Alþingis um þetta. Hver staðan er. Hvort það borgi sig að vera þarna eða hvort það borgi sig að við göngum út úr þessu samstarfi sem kostar hundruð milljóna á hverju ári,“ segir Karl Gauti Hjaltason, þingmaður og varaformaður þingflokks Flokks fólksins.“

Flokkur fólksins hefur ekki einn flokka léð máls á úrsögn úr Schengen samkomulaginu en athygli vakti á sínum tíma þegar Þjóðfylkingin lagði þetta til í stefnuskrá sinni. Þar á bæ var bent á að eyríkin Bretland og Írland, sem eru næstu nágrannar Íslands, kjósa að vera utan Schengen samkomulagsins.

Helsti kosturinn við Schengen var talinn vera á sínum tíma afnám vegabréfaáritana og frjálsa för almennings innan Schengen svæðisins. Raunin hefur þó reynst vera, að fólk hefur neyðst til að taka með sér vegabréf í flug- og skipasamgöngum og mörg ríki hafa tekið upp tímabundið vegabréfaeftirlit eftir að yfir einn milljón hælisleitenda streymdu inn í Evrópu stjórnlaust 2015.