Innlent | 02.December

Sunnudagspistill: Inga og Magnús Þór herða tökin á Flokki fólksins?

Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur haft mikil óþægindi af karl þingmönnunum Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni. Ýmislegt hefur verið skrafað um hennar forystu sem margir heimildarmenn hafa kallað forystuleysi. En svo vill til að þessir tveir þingmenn sem hafa nú verið reknir úr flokknum fyrir að hafa setið þögulir hjá eða hins vegar gagnrýnt Ingu Sæland eru nú reknir með skömm úr flokknum fyrir einmitt þetta eitt; að hafa þagað eða sagt sitt álit á formanninum Ingu Sæland. Það hlýtur að vera mikill munur á þessu og þeim sóðakjaft sem tveir drukknir þingmenn úr öðrum stjórnmálaflokki viðhöfðu og sátu við sama borð og þingmennirnir Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson. Er það ekki? Mörgum finnst ógeðfellt að fylgjast með öðrum þingmönnum þykjast vera hálf lamaðir eða jafnvel með grátstafinn í kverkunum og fordæma þá sex sem allt snýst um þessa daganna. Af hverju? Eins og hefur verið rifjað upp hér á skinna.is hafa ýmis ummæli sem eru ekki síður í ætt við ummæli munkanna og nunnunar á Klausturbarnum fallið af hálfu þingmanna í öðrum flokkum. Og það sem meira er að ekki er nokkur vafi á að svipuð fúkyrði hafa eflaust verið látin falla í vitna viðurvist undir ölgalsi á sellufundum eða þingflokksfundum um kjósendur og samstarfs fólk þingmanna þeirra flokka sem nú hafa lagst í kör eða orðnir óvinnufærir/óvinnufærar af hneykslan, að eigin sögn, í viðtali við samflokksmenn á fréttastofu rúv eða stöðvar2. Munurinn er sá að þeir tveir sem höfðu sig mest í frammi voru nappaðir og restin, meðal annars Ólafur og Karl Gauti, eru hengd upp á staur með þeim tveim af þingmönnum og fjölmiðla fólki sem hafa ekki að nokkrum vafa setið einhvern tíma í glasi (að sumbli?) með starfsfélögum á þorrablóti eða árshátíð og viðhaft sama orðbragðið um samstarfsfélaga eða aðra. Það er að minnsta kosti skoðun sunnudagspistilsins.

Þingmenn og prestar þverskurður af þjóðinni?

Þeir sem mest hafa galað um viðbjóð sinn á ummælum þessara tveggja þingmanna eru helst þeir sem ættu að líta í eigin barm. Þar mætti til dæmis nefna Hildi Lillendahl Viggósdóttir. Þarf að rifja það upp frekar? Annars er það merkilegt að þær heilögu kýr sem fjölmiðlamenn eru, sérstaklega þeir rúv-ararnir skuli vera svona uppteknir af þessu máli. Ekki voru þeir uppteknir af því þegar prestur einn, sem sumir segja andsetinn, fór með níðvísur um fólk sem á og rekur útvarpstöðina Sögu. Reyndar var hann áður en hann útskrifaðist sem prestur, í klámbransanum. Nú þykir sú staðreynd hinn sjálfsagðasti hlutur. Og bara fyndið! Svipað og þegar fyrrum þingflokksformaður Samfylkingarinnar sem nú er orðin kótelettu kerling, og eins fyndið og það er, formaður verkalýðssamtaka, hrópaði á götum Reykjavíkur „Segðu honum frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér!“ Þetta fannst fjölmiðlum fyndið og almenningi, ekki öllum, en mörgum, aðallega vinstri sinnuðum. Nú er talað um að þessir tveir þingmenn sem voru svo ölvaðir að þeir muna ekki eftir því sem þeir sögðu við hina, sem sátu með þeim og eru nú fordæmdir með sorakjöftunum, séu kjörnir fulltrúar af almenningi. Það er kannski alveg eins og presturinn sem þiggur sitt embætti úr hendi Biskups en þó, opinber starfsmaður sem ætti að gæta sóma síns líkt og er nú krafist af þingmönnum. En það virðist vera munur á þingmanninum og Séra Jóni, að mati rúv-aranna og hinna vinstri fjölmiðlanna? En hvað um það. Kannski kemur vel á vondan. Þingmennirnir eru nefnilega þegar öllu er á botninn hvolft þverskurður þjóðarinnar? Þau tár sem þingmenn og fjölmiðlamenn hafa fellt yfir framferði sóðakjaftanna tveggja eru ef til vill bara krókódílatár og stjórnmálaklækir. Og talandi um stjórnmálaklæki.

Inga véluð áfram af Magnúsi Þór?

Ekki hafa verið miklir kærleikar á milli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins og þeirra brotreknu þingmanna eftir því sem sagan segir. Kærleikar milli Ingu og Ólafs og Karls Gauta hafa farið kulnandi eftir því sem liðið hefur á kjörtímabilið. Inga mun ekki bara hafa farið að grenja opinberlega. Ástæða ummæla Karls Gauta um formann sinn sem alltaf grenjandi er ekki ástæðulaus að sögn heimildarmanna. Heimildir herma að Magnús hafi hvatt Ingu til að leggja núna til atlögu gegn Ólafi og Karli. Það kæmi svo ekki á óvart að í næstu kosningum verði Magnús Þór í fyrsta sæti í öðru hvoru kjördæmi hinna brottreknu þingmanna. Magnús er reyndur blaðamaður og auglýsingamaður. Inga Sæland birtist skyndilega með nýtt útlit í aðdraganda þess að Ólafi og Gauta var vikið úr flokknum og er það þakkað Magnúsi Þór sem ef til vill var búin að hugsa málið vandlega?

Snúningur tekin á guðfaðir flokksins?

Halldór í Holti, guðfaðir flokksins, sem fjármagnaði framboð Flokks fólksins í fyrstu kosningum flokksins til Alþingis og hafði óbilandi trú á Ingu Sæland hefur nú sagt sig úr stjórn flokksins til að mótmæla ákvörðun Ingu Sæland og segist ekki skilja þá ákvörðun að víkja Ólafi og Karli úr flokknum. Þessi guðfaðir flokksins áttar sig ekki á því segja heimildir að á honum hefur verið tekinn snúningur að undirlagi Magnúsar Þórs. Hvort það er rétt mun tíminn leiða í ljós.