Innlent | 03.February

Steinum kastað úr glerhúsi?

Ummæli Hildar Lillendahl á fésbókarsíðu sinni um að ef einhver bókaútgefandi gefi út bókina „Vörn fyrir æru. Hvernig fámennur öfgahópur sagði íslensku réttarkerfi stríð á hendur, þá æli ég,“ hafa vakið misjöfn viðbrögð enda Hildur sjálf uppvís að nota vægast sagt mjög ofbeldisfullt kynferðislegt orðalag á fésbókinni, meðal annars undir dulnefni.

Færsla Hildar er skrifuð eftir viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson í Silfrinu á RÚV í dag. Hildur hefur jafnan verið kölluð baráttukona og femínisti af fjölmiðlum en af öðrum öfgafemínisti.

Viðbrögð Hildar við viðtalinu við Jón Baldvin hafa gefið netverjum tilefni til að rifja upp ummæli sem hún hefur viðhaft á netinu og slá mörg hver út sorakjaftinn á tveimur þingmönnum sem sátu á Klausturbar ásamt öðrum þingmönnum og tveim borgarfulltrúum og annar þeirra þekktur femínisti úr röðum Vinstri-grænna en fjölmiðlar hafa lítið fjallað um þeirra þátt í málinu.

Guðlaugur Hilmarsson deildi upprifjun á ummælum Hildar, sem hann kallar öfgafemínista, á netinu. Í færslu inn á stjórnmálaspjallið segir Guðlaugur:

Nokkur ummæli Hildar Lilliendahl öfgafeminista á netinu.

1 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“

2 „Hver vill koma út að drepa?“

3 ,,Nennir einhver að berja hana fyrir mig?“

4 „Er Svanhildur Hólm virkilega svona feit?“

5 „Helvítis mellan sagði að ég væri með sigin brjóst. Hún er

réttdræp fyrir mér.“

6 „Mig langar svo ofboðslega að drepa þennan mann með

hamri að það er vandræðalegt.“ (Svein Andra Sveins­son hæsta­rétt­arlögmann)