Innlent | 11.March

Skríll ræðst að lögreglu á Austurvelli

Fámennur en ofbeldisfullur skríll hælisleitenda réðst að lögreglu á Austurvelli í dag. Boðað hafði verið til mótmæla af hálfu hælisleitenda sem finnst farið illa með sig af stjórnvöldum á Íslandi og fullyrða þeir að þeim sé haldið í fangabúðum að Ásbrú í Reykjanesbæ.

Hælisleitendur hafa notið stuðnings samtaka sem nefnast No Borders og eru öfgafull samtök aðallega skipuð Íslendingum sem krefjast þess að landamæri Íslands séu opin fyrir hverjum sem er og að skattgreiðendur á Íslandi beri að framfleyta og taka við fólki sem hingað kemur og biður um hæli. Lögreglan stóð sig afskaplega vel við að halda æstum skrílnum frá því að tjalda á Austurvelli og frá því að kveikja bál á staðnum. Á endanum neyddist lögreglan til að beita piparúða vegna vaxandi ofbeldis hælisleitenda. Hælisleitendur hafa verið að færa sig upp á skaftið í mótmælum en hingað til hafa þau verið hávær en að mestu laus við ofbeldi. Af atburðum í dag að dæma virðist það vera spurning um hvenær en ekki hvort hælisleitendur ásamt No Borders samtökunum beita harðara ofbeldi í mótmælum sínum og kröfum um að íslenskir skattgreiðendur láti meira að hendi rakna til þeirra en nú þegar er. Hvatt hafði verið til þess á samfélagsmiðlum að Íslendingar flykktust niður á Austurvöll og styddu við kröfur hælisleitenda en íslenskur almenningur lét ekki sjá sig.