Innlent | 24.April

Segja útgöngubann hafi minnkað drykkju og reykingar íslenskra ungmenna

Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins í dag er því slegið föstu að bann við því að ungmenni 12 ára og yngri séu á ferli eftir klukkan 20 og bann við því að 17 ára og yngri séu á ferli eftir klukkan 22 sé ein af aðal ástæðum þess að drykkja og reykingar hafa minnkað síðastliðinn 20 ár meðal ungmenna á Íslandi. Rætt er um það í fréttinni að Danir hafi lengið vel velt vöngum yfir því hvernig best sé að standa að því að minnka drykkju og reykingar danskra ungmenna en ekkert gengið. Þvert á móti hafi ástandið versnað í þessum málaflokki í landinu. Þess má geta að reglur um útivistartíma barna og ungmenna eftir klukkar 20 á kvöldin hafa verið við lýði í áratugi á Íslandi.

Í fréttinni eru helstu ástæður taldar upp fyrir minnkandi drykkju og reykingum ungmenna á Íslandi.

- Útgöngubann eftir kl. 20 og 22 á kvöldin og foreldrarölt.

- Greiðsla upp á rúmlega 52 þúsund íslenskar krónur á ári til að stunda tómstundir.

- Dýrar sígarettur. Sagt er frá því að pakkinn kosti upp í 90 kr. danskar en ódýrar sígarettur í Danmörku kosta um 10 til 15 danskar krónur.

- Bannað að hafa sígarettupakka sýnilega í verslunum.

- Bann við að selja sígarettur til ungmenna yngri en 18 ára.

- Bann við sígarettuauglýsingum.