Innlent | 01.May

Ríkisstarfsmenn sveltir um laun á 1. maí?

Borið hefur á því að ríkisstarfsmenn hafi ekki fengið laun greidd í dag. Skinna.is hefur fregnir frá nokkrum einstaklingum í mismunandi störfum hjá hinu opinbera sem ekki hafa fengið laun greidd inn á reikning í morgun. Venjulega hafa laun borist inn á reikninga jafnvel daginn fyrir fyrsta hvers mánaðar ef nýr mánuður byrjar á sunnudegi en einhver misbrestur virðist vera á launagreiðslum í þetta sinn og kvarta margir sárann. Hins vegar virðist einkageirinn vera búin að greiða sínum launþegum en skinna.is hafi samband við nokkra einstaklinga sem vinna hjá einkafyrirtækjum og voru þeir allir búnir að fá sín laun. Ekki hefur tekið að ná í neinn hjá fjársýslunni enda allt lokað þar í tilefni 1. maí.

Uppfært: 10.15. Í svari við fyrirspurn skinna.is til Reiknistofu bankanna segir að seinkun hafi orðið á keyrslu gagna og það sé óvenjulegt en unnið sé í málinu. Vonast er til að keyrslu verði lokið um hádegi og þær millifærslur og laun sem ekki hafi skilað sér í nótt verði komnar á réttan stað um hádegið í dag.