Innlent | 09.March

Rauði kross Íslands í 15. sæti hjá VG í Kópavogi

Meinleg villa er í tilkynningu Vinstri grænna í Kópavogi um endanlegan lista til sveitarstjórnarkosninga ef marka má fréttavef RÚV.

Þar er Rauði krossinn sagður skipa 15. sæti listans.

Það er ef til vill í samræmi við áherslu flokksins og Rauða krossins í málefnum innflytjenda og hælisleitenda en tveir frambjóðendur á listanum eru frá Mið-Austurlöndum.

Rauði krossinn hefur fengið mikinn fjárhagslegan stuðning frá Reykjavíkurborg undir stjórn vinstri flokkana og fjórflokkanna á Alþingi, til að veita hælisleitendum húsaskjól og ýmsa aðra aðstoð, og ef til vill við hæfi að Rauði krossinn sé í framboði fyrir þá. Á sama tíma hefur Rauði krossinn verið gagnrýndur fyrir að skipta sér lítið af fátækum Íslendingum.