Innlent | 06.July

Pissublaut klósett framundan fyrir kvenfólk í Reykjavík!

Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar hefur komist að þeirri niðurstöðu og samþykkt að öll salerni fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum borgarinnar verði ókyngreind frá og með haustinu.

Umrætt ráð ákvað jafnframt að ráðist verði í úttekt á klefa- og salerenisaðstæðum í húsnæði þar sem Reykjavíkurborg veitir þjónustu með það að markmiði að koma með úrbætur sem taki mið af ólikum þörfum borgarbúa. Í fréttatilkynningu frá borginni segir jafnframt að þetta verði gert í samráði við þau hagsmunasamtök er málið varðar.

Engum sögum fer af því hvort að borgarbúar sjálfir hafi verið spurðir og kannaður verið hugur kynjanna til þessara mála. Ætla má að kvenfólkið verði ekki ánægt með að deila salerni með karlpeningnum enda er umgengni um klótsettið sjálft misjöfn og fer sjálfsagt eftir því hvort það er notað í standandi eða sitjandi stöðu. Ráðið tók heldur ekki afstöðu til hinnar klassísku spurningu, hvort að setan eiga vera niðri eða uppi er komið er að klósettinu!

Nýjustu fréttir

No ad