Innlent | 12.June

Ný borgarstjórn lýðskrumsflokka?

Nú í morgun var tilkynnt um samkomulag nokkurra flokka um stjórn borgarinnar. Þetta eru Viðreisn, Samfylking, Píratar og Vinstri græn. Ef marka má kosningaloforð þessara flokka verður allt sem ekki var gert í tíð þessara sömu flokka í borginni, að Viðreisn undanskilinni, gert á þessu kjörtímabili og meira til. Mestur spenningur innan þessara flokka virðist hafa verið um hver fengi hvaða embætti ef marka má fréttir af meirihlutaviðræðunum og síðustu fréttum í morgun. Síðast verða málefnin kynnt. Margir nýir flokkar og framboð buðu fram nú fyrir borgarstjórnarkosningar. Sum þessara framboða voru kölluð popúlisma framboð af þessum sömu flokkum sem nú eru að mynda meirihluta í Reykjavík. Næsta kjörtímabil mun leiða í ljós hvort nokkur af loforðum nýstofnaðs meirihluta verði efnd frekar en síðustu ár og loforð þeirra því, eins og áður, lýðskrum og þeir því með réttu nefndir lýðskrumsflokkar?