Innlent | 15.June

Mörgum blöskrar innræting krakkafrétta

Myndband gengur nú manna á milli á netinu þar sem tekin eru saman nokkur ummæli um Donand Trump forseta Bandaríkjanna sem væntanlega myndu flokkast sem hatursummæli ef fjallað yrði á sama hátt um til dæmis Merkel kanslara Þýskalands. Krakkafréttir hafa verið umdeildar frá upphafi og margir efast um tilgang og markmið þáttarins sem virðist einungis taka fréttir sem krakkar gætu annars horft á í fréttatíma sjónvarpsins og segja þær á skrumskældan hátt. Oft er ekki annað að sjá en á ferðinni sé hreinræktaður áróður fyrir ákveðnum málstað. Sá málstaður virðist oftar en ekki þjóna hugmyndum vinstriflokka og fólks sem hefur uppi áróður um opin landamæri. Stjórnmálamenn hafa ekki séð ástæðu til að gera athugasemd við þáttinn. Eins og margir vita var RÚV breytt í ohf. sem hefur gert það að verkum að starfsmenn stofnunarinnar geta ritstýrt efni stofnunarinnar eftir eigin pólitísku skoðunum sem oftast eru samhljóma stefnu lýðskrumsflokkanna fjögurra eins og farið er að kalla þá á netinu eftir borgarstjórnarkosningarnar, það er að segja stefnu og hugmyndum Pírata, Samfylkingar, Vinstri-grænna og Viðreisnar. Hér fyrir neðan er slóð á myndbandið.