Innlent | 10.April

Mikið um að rúður séu brotnar í yfirgefnum skóla í Kópavogi

Eins og skinna.is hefur greint frá þá hefur verið ákveðið að rífa gamla Kársnesskólann í vesturbæ Kópavogs vegna myglu og raka. Verið er að leggja loka hönd á uppbyggingu færanlegra skólastofa á Vallargerðisvelli sem stendur við Vallargerði skammt frá. Þar munu nemendur fá kennslu þar til nýr skóli verður byggður á sama stað og gamli skólinn er núna.

Frá því að skólinn var tekin úr notkun hefur borið á rúðubrotum í skólanum. Bæjaryfirvöld hafa vaktað skólann vel og brugðist hratt við rúðubrotum og sett krossvið í götin að sögn íbúa í hverfinu sem sendi okkur þessa mynd af lögreglubíl sem vaktar „nýbrotna rúðu“ enda getur staðið mikil hætta af glerbrotunum því börn og unglingar eru mikið að leik á skólalóðinni.

Væntanlega bíður lögreglan eftir smið til að hylja gatið með krossvið.