Innlent | 13.April

Kosið um frávísun á þingi kennara

Tillaga um að Ragnar Þór ný kjörinn formaður KÍ taki ekki við embætti vegna ásakana um að hann hefði framið kynferðisbrot fyrir nokkrum árum var tekin fyrir nú rétt í þessu á þingi Kennarasambandsins. Margir tóku til máls og meirihluti þeirra lýsti vanþóknun sinni á tillögunni samkvæmt heimildum skinna.is. Fram kom tillaga um að vísa tillögunni frá og hefur verið greitt atkvæði um hana og beðið er niðurstöðu.