Innlent | 05.January

Íslenska þjóðfylkingin hafnar 16 ára kosningaaldri

Íslenska þjóðfylkingin segist hafna því að kosningaaldur til sveitarstjórna verði lækkaður í 16 ár. Þetta kemur fram á heimasíðu flokksins í kvöld. Þar kemur fram að stjórnin hafi tekið til umsagnar lög um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum að beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og umsögnin birt í heild sinni.

Stjórn flokksins segir að tillagan sé í besta falli smjörklípa stjórnmálamanna til að beina athygli frá spillingu íslenskra stjórnmálamanna og gömlu fjórflokkanna. Flokkurinn segir í umsögn sinni að svarið við því að auka traust á íslenskum stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum sé ekki að lækka kosningaaldurinn heldur að innleiða íbúðalýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur. En það vilji stjórnmálamenn ekki vegna ótta við að missa völd.

Í niðurlagi umsagnirnar segir: „Svarið er ekki að gera 16 ára börn nýkomin úr grunnskóla að kjósendum. Þau munu hvort eð er á endanum verða fyrir vonbrigðum eins og allir aðrir kjósendur og hætta að mæta á kjörstað.“

Umsögnina má sjá í heild sinni á heimasíðu flokksins x-e.is