Innlent | 13.March

Íslenska þjóðfylkingin ætlar með þjóðfánann á Austurvöll: Mótmæla ofbeldi

Þjóðfylkingin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er hvatt til að koma á laugardaginn kl. 13 til 14 niður á Austurvöll með íslenska fánann og mótmæla ofbeldi. Þjóðfylkingarmenn eru ósáttir við það ofbeldi sem hælisleitendur og fólk úr NO BORDERS beitti á Austurvelli í vikunni. Flokkurinn segir að framganga hælisleitenda hafi verið ofbeldi gegn samfélaginu og lögreglunni sem eigi ekki að líðast. Þjóðfylkingin segir að mótmælin verði friðsamleg og þögul. Ætlunin sé að fólk standi í þögn með þjóðfánann sem mótmæli gegn ofbeldi hælisleitenda.