Innlent | 11.February

Hátt í 90 prósent hælisleitenda á Íslandi frá öruggum löndum

Útlendingastofnum hefur birt tölfræði fyrir árið 2016 um fjöldahælisleitenda og uppruna þeirra. Sláandi er að hátt í 90% hælisleitenda eru frá löndum sem skilgreind eru sem örugg. Þar munar mest um Albaníu og Makedóníu. Í umfjöllun stofnunarinnar má sjá að sprenging hefur orðið í hælisumsóknum eftir að Alþingi veitti Albanskri fjölskyldu íslenskan ríkisborgararétt þvert ofan í niðurstöðu Útlendingastofnunnar á þeim tíma. Það er líka athyglisvert að yfir 70% þeirra sem hér sækja um hæli eru karlkyns.

Borgað fyrir að yfirgefa landið

Í umfjöllun stofnunarinnar er þess getið að 313 einstaklingum hafi verið fylgt úr landi í lögreglufylgd en 89 fóru á sjálfviljugir og fengu greiðslu frá Útlendingastofnun fyrir það. Fyrirsögn umfjöllunar Útlendingastofnunnar ber yfirskriftina „Annasamt ár að baki.“