Innlent | 03.April

Geta stungið af frá námslánum á kostnað skattgreiðenda?

Íslenskir námsmenn eru ekki par sáttir við menntamálaráðherra Framsóknarflokksins og nýjar tillögur um námslán. Í yfirlýsingu sem fulltrúar námsmanna í stjórn LÍN sendu frá sér kemur fram að frítekjumark hafi ekki hækkað frá árinu 2014 á meðan laun hafi hækkað um 32%. Einnig er gagnrýnt að framfærslan sé of lág þó hún hafi hækkað í 96%.

Það vekur athygli að hælisleitendur eru gerðir gjaldgengir í lánasjóðskerfinu.

Þetta hefur vakið upp spurningar um hvernig innheimtu lánasjóðslána hælisleitenda verður háttað ef fari svo að á endum yfirvöld komist að þeirri niðurstöðu að umsókn þeirra um hæli skuli vísað frá seinna meir eða að þeir gerist brotlegir við íslensk lög á þeim tíma sem þeir dvelja á landinu og verði vísað úr landi. Gera yfirvöld einfaldlega ráð fyrir að sá kostnaður muni falla á íslenska skattgreiðendur?