Innlent | 04.February

Fréttastofu Ríkisútvarpsins beitt gegn Miðflokknum?: Er ekki nær að nota sjö milljarða RÚV í heilbrigðiskerfið?

Sagt er frá því á vefmiðli Viðskipablaðsins að fréttastofu RÚV hafi verið beitt gegn Miðflokknum. Fullyrt er að hringt hafi verið í þá sem hafa veitt Miðflokknum fjárhagsstuðning og spurt hvort þeir ætluðu að styðja flokkinn áfram. Væntanlega hefur fréttastofa RÚV þær upplýsingar upp úr yfirliti sem stjórnmálaflokkum er skylt að senda til Ríkisendurskoðunar eftir kosningar, hafi þeir náð inn á þing og fengið þar með fjármagn úr ríkissjóði.

Eftir því sem segir í umfjöllun Viðskipablaðsins þá svaraði mikill meirihluti því að þeir myndu halda áfram að styðja Miðflokkinn. Vegna þess hafi fréttastofan ákveðið að birta ekki niðurstöður „könnunarinnar“ þar sem niðurstaðan hafi ekki verið þeim að skapi.

Ef rétt reynist hlýtur það að vera mikið áhyggjuefni, og gefa röddum sem hafa haldið því fram að RÚV sé útibú vinstriflokka og misnotað í stjórnmálalegum tilgangi, byr undir báða vængi.

Ef frásögn Viðskipablaðsins er rétt lyktar málið af því að verið sé að beita fréttastofu RÚV í andlýðræðislegum tilgangi og verið sé að reyna að hræða einstaklinga og fyrirtæki frá því að styrkja ákveðin stjórnmálaflokk sem fréttamönnum RÚV líkar ekki við?

Ríkisútvarpið fær hátt í fimm milljarða í styrkt frá skattgreiðendum en spyrja má hvort þeim peningum væri ekki betur varið í heilbrigðiskerfið? Þar fyrir utan ryksugar Ríkisútvarpið auglýsingamarkaðinn fyrir um tvo milljarða.

Hingað til hafa gömlu stjórnmálaflokkarnir ekki þorað að hreyfa við þeim styrk sem RÚV fær árlega og frekar aukið styrkinn. Nýlegt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra er skýrt dæmi um þá hræðslu sem stjórnmálaflokar hægramegin við miðju þjáðst af gagnvart Ríkisútvarpinu. Hvernig stendur á því?

Málið minnir á herferð sem öfgavinstrimenn hófu á netinu gegn Útvarpi Sögu en þá var haft samband við þá sem auglýstu á stöðinni og haft í hótunum. Nöfn þeirra fyrirtækja sem auglýstu á stöðinni voru jafnframt birt á sérstakri netsíðu og fólk hvatt til að hringja í þessi fyrirtæki og hóta að versla ekki við þau.

Í umfjöllun Viðskipablaðsins er spurt hvort flokkar eins og Samfylkingin megi búast við að styrktaraðilar þeirra megi búast við sams konar símtali.