Innlent | 12.March

Fánaborg Viðreisnar vekur athygli: Íslenski fáninn hvergi sjáanlegur

Það vakti athygli margra að fánaborg fyrir utan fundarstað landsþings Viðreisnar í Keflavík skartaði fána ESB í öndvegi en íslenski fáninn var hvergi sjáanlegur. Formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, áréttaði í ræðu sinni á fundinum einlægan ásetning flokksins að berjast fyrir því að viðræðum við Evrópusambandið verði lokið. Flokkurinn hefur það sem stefnumál að Ísland gangi í Evrópusambandið, íslensku krónunni verði fleygt og evra tekin upp sem nýr gjaldmiðill. Á þinginu var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kjörinn formaður Viðreisnar með 93,5% atkvæða og Þorsteinn Víglundsson var kjörinn varaformaður með 98,5% atkvæða.

Leynd hvílir yfir kjörsókn og aðsókn að landsfundinum

Forystumenn flokksins hafa talað mjög fyrir opinni stjórnsýslu og gegn leyndarhyggju en mbl.is skýrði frá því í morgun að blaðinu hefði verið neitað um upplýsingar um hversu mörg atkvæði voru greidd á fundinum eða hversu margir sóttu hann.