Innlent | 13.October

Er efnahagsskellur framundan?: Samdráttur hjá Sorpu

Ýmis teikn eru nú á lofti um að samdráttarskeið sé framundan í efnahagslífi Íslendinga. Einn mælikvarðinn er sorp. Skinna.is hefur heimildir fyrir því að sorp sem berst til Sorpu hafi dregist hratt og töluvert saman síðustu tvo mánuði. Ekki eru margir mánuðir síðan að fréttir voru fluttar af því að Góði hirðirinn gæti ekki tekið lengur á móti öllum þeim húsgögnum sem þeim barst og var þá fólk að skipta þeim út fyrir ný og sorpfjallið hjá förgunarstöðunni í Gufunesi náði hæstu hæðum sem aldrei fyrr.

Nú bregður svo við að Sorpa merkir töluverðan og hraðan samdrátt á fáum mánuðum og mestan á síðustu tveim mánuðum. Þar á bæ telja ýmsir, af fyrri reynslu, það vísbendingu um að skyndilega sé að harðna á dalnum hjá landanum.