Innlent | 04.September

Danir banna glæpasamtök: Íslendingar leyfa glæpasamtök

Dönsk stjórnvöld hafa bannað glæpasamtökin Loyal To Familia en félagar þeirra eru innflytjendur sem komið hafa til Danmerkur síðustu ár. Foringi samtakanna er pakistanskur ríkisborgari. Bannið sem dönsk yfirvöld hafa sett á samtökin byggja á heimild í stjórnaskrá landsins. Samskonar bann er í stjórnarskrá Íslands en eins og fjallað hefur verið um á skinna.is er það í tillögum sem stjórnlagaráð sendi frá sér eftir að það lauk störfum að nema heimildina úr gildi á þeim forsendum að ákvæðinu hafði aldrei verið beitt.

Meðlimir Hells Angels Norway aka um götur höfuðborgarsvæðisins

Það hefur vakið athygli fólks á höfuðborgarsvæðinu að norskir meðlimir Hells Angels hafa sést á götum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga síðustu daga merktir í bak og fyrir samtökunum í Noregi. Hingað til hefur það verið hörð stefna íslensku lögreglunnar að snúa meðlimum þessara glæpasamtaka við á landamærunum í flestum tilfellum en samkvæmt þessu virðist sú stefna vera að linast í ráðuneyti Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra.