Leikhópur í Borgarleikhúsinu mun setja upp leiklestur um Klausturbar málið á morgun 3. desember. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að koma og hlusta og hlæja að upprifjun á samtölum þingmanna sem tröllriðið hafa frétta- og samfélagsmiðlum undanfarið. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu kemur ekki fram hver leikenda muni herma eftir sel í upplestrinum eða hvort þolendum hafi verið boðið á upplesturinn.
Í tilkynningu til fjölmiðla segir: „Eitt af meginhlutverkum leikhússins er að varpa ljósi á
málefni líðandi stundar. Með þessum viðburði leitast leikhúsið við að skoða ábyrgð og orðræðu kjörinna fulltrúa í lýðræðislegu samhengi,“ segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.“
Að þessu sinni munu útsvarsgreiðendur í Reykjavík borga fyrir leiklesturinn en inngangur er ókeypis.