Innlent | 05.May

Áskorun um íbúakosningu um byggingu mosku í Reykjavík; könnun gerð af Gallup

Í Morgunblaði dagsins er innsend grein um viðkvæmt málefni sem hefur verið í brennidepli í Reykjavík og jafnvel í landsmálapólitík.. Þar birtir einstaklingur niðurstöður úr könnun sem hann fékk Gallup til að framkvæma fyrir sig í aprílmánuði 2018. Samkvæmt þessari skoðun er mikil andstaða við byggingu mosku á núverandi stað og við moskubyggingu yfirhöfuð.

Í könnuninni er tekin afstaða til byggingar mosku og spurningin er: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) byggingu mosku í Sogamýri í Reykjavík? Í ljós kemur að andvígir eru 42,4%, hlynntir eru 21,9% og hlutlausir eða hvorki né eru 35,8%.

Þegar skoðuð er afstaða þeirra sem eru andvígir byggingu mosku, þá liggja margar ástæður á bakvið. Langflestir eru á móti staðsetningu moskunnar eða vilja ekki byggingu mosku yfirhöfuð. Aðrar ástæður, taldar upp eftir prósentustigi, eru að þátttakendur eru á móti múslimatrú; að íslenska þjóðin sé kristin; andvíg(ur) trúfélögum; úthlutun borgarinnar á lóðinni; öfgahópar og hryðjuverk sem fylgi múslimatrú; of áberandi; mun skapa vandamál; við myndum ekki fá að byggja kirkju í íslamsríki; hávaði frá byggingunni; neikvæð þróun; óþarfi og aðrar ástæður.

Í blaðagreininni er borgaraleg áskorun til oddvita allra stjórnmálaflokka í framboði til borgarstjórna að leggja málið í kosningu meðfram sveitarstjórnakosninga 26. maí n.k. Þar segir: ,,Í ljósi andstöðu meirihluta almennings til byggingar mosku, skv. Skoðanakönnun Gallup, skora ég eindregið á frambjóðendur að lýsa vilja til íbúakosningar um jafn umdeilt má og raun ber vitni. Um þessa framkvæmd þarf að ríkja lýðræðisleg sátt.

Gagnrýnendur úthlutunar ókeypis lóðar til handa trúfélagi múslima hafa bent á að nú séu liðin fimm ár síðan lóðir voru afhendar til tveggja örtrúfélaga, önnur á mest áberandi stað í Reykjavík og hin á rándýrum stað í 101 Reykjavík en hvorugt hefur bolmagn í neitt meira en teikningar. Aðrir hafa gagnrýnt þessar lóðúthlutanir á grundvelli jafnræðis trúfélaga og benda sérstaklega á misræmi sem er á meðferð beiðni Hjálpræðishersins og múslima, en þeir fyrrnefndu sem eru byrjaðir að byggja á lóð við hlið lóð múslima, Suðurlandsbraut 72-74, þurfa að borga öll gjöld og fullt verð fyrir lóðina. Athygli vekur að húsnæði Hjálpræðishersins, Herkastalinn svokallaði við Kirkjustræti 2, húsnæði Hjálpræðishersins til margra ára, var seldur 630 milljónir króna en nýja húsnæðið þeirra kostar hátt í 800 milljónir króna. Hjálpræðisherinn hefur í meiri en heila öld verið helsta athvarf þeirra sem hvergi eiga höfuð að halla og hefur tekið yfir hlutverk Reykjavíkurborgar að mörgu leyti hvað varðar þjónustu við þá sem minnst mega sín í höfuðborginni.