Hælisleitendur missa leiguhúsnæði eftir grjótkast í lögregluna

Í dag verður kveðinn upp dómur í málinu gegn þremur mönnum frá Motalavej í Korsør í Danmörku, sem samkvæmt ákæru hafa kastað grjóti og ráðist á nokkra lögreglumenn.

Það gerðist við mótmæli gegn flokknum Stram Kurs í Korsør í maí í fyrra.

Þremenningarnir eru 23, 25 og 29 ára og búa allir í húsfélaginu BoligKorsør á Motalavej.

Verði mennirnir fundnir sekir eiga þeir á hættu að vera reknir frá heimilum sínum.

Formaður BoligKorsør, Ebbe Jens Ahlgren, hefur lýst því yfir að húsfélagið muni nýta sér tækifæri laganna til að hrekja þá og fjölskyldur þeirra úr húsaleigu verði mennirnir þrír sakfelldir. Hverfið sem mennirnir búa í er aðalega búið af innflytjendum og hælisleitendum og eru múslimar í meirihluta. Lögin voru sett til að reyna að hjálpa lögreglu að ná tökum á hverfum sem þessum. Hvorki lögreglumenn, slökkviliðsmenn eða sjúkraflutningamenn eru óhulltir í þessum hverfum þurfi þeir að sinna útkalli í þeim þar sem ráðist er á þá með steikasti og jafnvel skotið að þeim. Í reynd er það ekki lögregla sem ákveður hvort fólki sem dæmt er fyrir ofbeldi gegn lögreglu eða annað sem ákveður hvort húsaleigu verður sagt upp og fólk rekið út. Það er húsaleigufélagana að gera það og mörg húsafélög hafa nýtt sér þann rétt með hagsmuni annarra íbúa í huga.

Dóms er að vænta í dag klukkan 12 fyrir hádegi í réttinum í Næstved.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR