Utanríkisstefna Færeyinga

Það kann eflaust koma sumum á óvart að Færeyingjar njóta töluverðar sjálfstæðis í utanríkismálum sínum.  Hér í þessari grein verður staða þeirra skoðuð en byrjum á staðreyndapakka um Færeyja, sem lesa má m.a. á Wikipediu.

Bakgrunnsupplýsingar

Eins og flestum er kunnug er Þórshöfn á Straumey höfuðstaður Færeyja en í því sveitarfélagi búa alls um 20 þúsund manns.  Heildaríbúafjöldi eyjanna er rúmlega 49.000 (árið 2017). Færeyjar tilheyra Danmörku og njóta umtalsverðra fjárstyrkja þaðan en Færeyingar hafa haft sjálfstjórn frá 1948. Æðsti maður færeysku stjórnarinnar er titlaður lögmaður. Þjóðþing Færeyinga er kallað Lögtingið og er með aðsetur í Þórshöfn en þar sitja 33 þingmenn. Færeyingar eiga jafnframt 2 kjörna fulltrúa á Folketinget, þjóðþingi Dana.

Sjálfstæðisbarátta Færeyinga hefur verið eitt helsta deilumálið í Færeyjum frá fyrri hluta 20. aldarinnar en þjóðin virðist ávallt skiptast nokkuð jafnt í þá sem vilja sjálfstæði og þá sem vilja áfram tilheyra Danmörku.

Atvinnuvegir Færeyja

Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru fiskveiðar og fiskvinnsla. Miklar olíulindir er að finna undir hafsbotni á milli Færeyja og Bretlands.  Færeyingar vonast eftar að hægt verði að vinna umtalsvert magn af olíu þar og þar með opnast e.t.v. dyr fyrir fullt sjálfstæði eyjanna. En eins og staðan er í dag, snýst allt um sjávarútveginn, líkt og var á Íslandi áður en áliðnaðurinn og ferðaþjónustan breytu öllu. Atvinnuvegurinn er einhæfur og hefur hann þar af leiðandi mikil áhrif á hver samskipti Færeyingjar eru við umheiminn.

Samningar sem gerðir hafa verið eða staðfestir af Færeyjum eru oftast unnir með dönskum stjórnvöldum. Í flestum tilfellum eru sáttmálar sem eiga við um Færeyjar gerðir og fullgiltar af ríkisstjórn Danmerkur. Hins vegar hefur stjórn Færeyja á ákveðnum tímum verið heimilt að gera og fullgilda sáttmála fyrir sig.

Færeyjar og ESB

Færeyjar, með sína heimastjórn innan Danaveldis, eru ekki hluti af ESB eins og fram kemur í báðum Rómarsáttmálunum. Þessa sérstöðu Færeyja gagnvart ESB má rekja til sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins sem Færeyingum hugnast ekki. Það er að segja, að hleypa erlendum fiskveiðiskipum inn í færeyska lögsögu.  Annað mál hefur gengt um lönd eins og Ísland en áratuga hefð er fyrir gagnkvæmar fiskveiðiheimilidir landanna.

Færeyingar hafa þó samskipti við ESB. Samband Færeyja við ESB er stjórnað af fiskveiðisamningi (1977) og fríverslunarsamningi (1991, endurskoðað 1998). Helsta ástæðan fyrir því að Færeyingar vilja vera utan ESB er eins og áður sagði ágreiningur um sameiginlega fiskveiðistefnu.

Færeyingar eiga allt sitt um aðföng frá útlöndum, enda landið lítið, fámennt og fátt um náttúruauðlindir utan fisk og kindur. Þeir treysta því mjög á fríverslunarsamninga við erlend ríki og hafa þeir, þrátt fyrir örsmátt stjórnkerfi, tekist að koma á fríverslunarsamningum við mikilvæg viðskiptalönd.

Fríverslunarsamningar Færeyinga

Lítum á einn fríverslunarsamning sem var nýlega tekinn í gild. Þann 1. október 2017 tók í gildi fríverslunarsamningur Færeyja við Tyrkland. Þar með voru tollar og gjöld á viðskiptum milli Færeyja og Tyrklands aflögð. Tyrknesk yfirvöld fullgildi þar með samninginn sem afnemur 30% toll á fiskafurðum frá Færeyjum sem fara á fiskmarkað í Tyrklandi.

Vegna mikilla tollgjalda hefur viðskipti milli Tyrklands og Færeyja verið takmörkuð. Innflutningur frá Tyrklandi til Færeyja hefur verið um 25 milljónir færeyskra króna en útflutningur til Tyrklands hefur aðeins numið einum milljón króna.Til að koma á framfæri færeyskum viðskiptum og iðnaði í Tyrklandi, skipuleggur utanríkisráðuneytið og viðskiptabankar herferð með því að kynna færeyska útflytjendur fyrir tyrkneska innflytjendur sjávarafurða.

Færeyingar og viðskiptabannið á Rússland

Færeyingar hafa sýnt meiri þorr og dug í utanríkisstefnu en Íslendingar. Þeir hugsa fyrst og fremst um hagsmuni landsins, en ekki pólitísk samskipti við aðrar þjóðir.  Bestar dæmi um þetta er viðskiptabann Vesturlanda á Rússland vegna innlimunar þess á Krímskaga og afskipta af stríðsátökunum í Austur-Úkraníu.  Íslendingar kusa að fylgja meirihlutaákvörðun annarra vestræna ríkja og það þrátt fyrir meira taps hlutfallslega fyrir íslenskt þjóðarbú en fyrir nágrannalöndin.

Til að sýna mátt sinn, og samtímis auka innlenda framleiðslu, lögðu Rússar bann á innflutning matvæla frá þessum ríkjum og beita þau viðskiptaþvingunum. Eins og kunnugt náði bannið einnig til Íslands, til mikilla vandræða fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Þau hafa mótmælt kröftuglega við íslensk stjórnvöld en án árangur.  Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam útflutningur til Rússlands um 29,1 milljarði króna árið 2014 (þar af 11,4 milljarðar á fyrri helmingi ársins). Stór hluti útflutnings, nærri 24 milljarðar króna, eru sjávarafurðir, helst makríll, loðna og síld.

Utanríkisráðuneytið birti skýrslu í janúarmánuði 2016 um áhrif viðskiptabannsins fyrir hin ýmsu ríki sem koma að banninu. Skýrslan ber heitið: ,,Mat á hagsmunum Íslands: Þvingunaraðgerðir gagnvart Rússlandi vegna deilunnar um Krímskaga og austurhluta Úkraínu.“

Í skýrslunni er staða Noregs og Færeyja tekin sérstaklega fyrir og má ljóst vera að staða þessar tveggja ríkja styrktist fremur en hitt en staða Íslands versnaði.

Í skýrslunni segir orðrétt: ,,Rússnesk  stjórnvöld gripu þegar í ágúst 2014 til gagnaðgerða gagnvart norskum stjórnvöldum og  settu  innflutningsbann  á  norsk  matvæli,  ári  áður  en  til  slíks  banns  kom  gagnvart  Íslandi.  Norsk  stjórnvöld  og  samtök  viðskiptalífsins  hafa  hins  vegar  í  samvinnu  náð að  lágmarka afleiðingar bannsins og hefur tekist vonum framar að finna nýja markaði fyrir norskar vörur.

Þannig  sýna  tölur  að verðmæti útfluttra sjávarafurða  frá  Noregi  jókst  um 7%  á  fyrri árshelmingi  síðasta  árs  miðað  við  sama  tíma  árið  áður,  en  rétt  er  að  hafa í  huga  að  gengi norsku  krónunnar  gagnvart  öðrum  gjaldmiðlum  féll  töluvert  á  árinu  2015  vegna  lækkunar  á olíuverði. Þá hafa norsk fyrirtæki nýtt sér viðskiptasambönd sín og flutt út vörur til Rússlands í gegnum hjáleiðir til nálægra landa, s.s. Hvíta Rússlands.“

Skýrsluhöfundur metur einnig stöðu Færeyja  og segir að Færeyjar séu  ekki  í  banni  rússneskra  stjórnvalda  og  hafa  því  getað  haldið  áfram  útflutningi sjávarafurða  til  Rússlands.  Á  fyrstu  þremur  ársfjórðungum síðasta árs, þ.e.a.s. 2015,  jókst  útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum um 4%  miðað við sama  tíma árið áður.

Viðskiptatengsl Færeyja og Íslands

Samskipti Færeyinga við Íslendinga hafa skipt þá alla tíð skipt þá miklu máli og hafa þeir sýnt vinarþel sitt í verki, þegar náttúruhamfarið hafa dunið á landið eða efnahagskreppur, líkt og gerðist í þeirri síðustu 2009.

En öll samskipti eru ekki alfarið nökkralaus. Nú undir lok árs 2017, hafa Íslendingar og Færeyingar ekki náð samkomulagi um fiskveiðheimildir Færeyinga innan efnahagslögsögu. Að sögn RÚV hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á árinu 2018. Ákvörðunin tekur gildi á mánudag, fyrsta janúar.

Samkomulag náðist ekki um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu á árlegum fundi sjávarútvegsráðherra landanna í Þórshöfn um miðjan mánuðinn. Samkomulag náðist sömuleiðis ekki um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld á næsta ári.

Íslenskir ráðamenn vonast þó eftir að samkomulag náist  og þetta hafi engin áhrif á samskipti ríkjanna.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR