Greinar | 24.November

Úrsögn Íslands úr Evrópska efnahagssvæðinu

Huginn skrifar:

Það kemur sífellt meira í ljós hversu fráleitur samningur Íslands við Evrópusambandið er með hverju degi sem líður sem er í formi EES-aðildar. Lítum á forsöguna og skilgreinum hvað Evrópska efnahagssvæðið er. Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 31 ríkis í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.

Miðaldra fólk man vel deiluna um inngönguna og þegar málið var lagt fyrir þáverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, var skorað á hana að samþykkja ekki inngönguna. Hún þorði eða ákvað að leggja ekki málið í hendur þjóðarinnar. Margir eru minnugir þess og hafa ekki fyrirgefið henni meint svik.

En niðurstaðan var sú að Ísland gekk inn í EES án formlegrar samþykktar þjóðarinnar og er það næsta furða í ljósi valdaafsalsins sem þá átti sér stað og á sér enn stað á hverju ári.

Sífellt fleiri lög Evrópusambandsins gilda á Íslandi án þess að löggjafarvaldið hafi nokkuð um það að segja. Talað er um email – löggjöld, lögin eru send til Alþingis í tölvupósti til stimplunar. Sumir vilja gera lítið úr þessu og segja að um 13% laga komi frá Evrópusambandinu en það er nú ansi mikið fyrir fullvalda ríki.

Mörg þessara laga eiga ekki við á Íslandi og vinna beinlínis gegn íslenskum hagsmunum. Nýjasta dæmið er orkupakki þrjú sem nú er deilt um en hvort sem hann á ekki við Ísland í dag. Hvort sem hann er hættulaus eða ekki, þá eru þetta lög sem sett eru í óþökk íslenskra stjórnvalda.

Skoðun stöðuna í dag. Aðild að EES eiga öll 28 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA). Sviss er eina EFTA-ríkið sem stendur utan EES þar sem að aðild að samningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi. Hin EFTA-ríkin, Íslandi, Liechtenstein og Noregi eru í EES.

EES-samningurinn veitir EFTA-ríkjunum Íslandi, Liechtenstein og Noregi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins án þess að þau þurfi að gerast fullir meðlimir í sambandinu en á móti hafa þessi ríkin ekkert um löggjöf sambandsins að segja eða hafa atkvæðisrétt.

Svo má spyrja: Síðan hvenær hefur löggjöf EFTA-ríkja verið innleidd í Evrópusambandið? Eru íslensk stjórnvöld að semja lög sjálf eða í samvinnu við önnur EFTA-ríki sem eru ætluð fyrir EES-svæðið? Sá sem þetta ritar, rekur ekki minni til þess. Þetta er greinilega einhliða samskipti og annar aðilinn hefur ekkert um málið að segja.

Talað er um svokallað fjórfrelsi og hversu hagstætt það sé fyrir EFTA-ríkin að vera þarna inni. En hvað er fjórfrelsi? Fjórfrelsið gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað. Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl.

Þetta er umfangsmikill pakki og viðskilnaður Breta við Evrópusambandið sýnir að innri mál allra þessara ríkja er orðin svo samkrulluð, að æri erfitt er að skilja hlutina frá.

EES-samningurinn er síðan 1994 og því orðinn 24 ára gamall. Margt hefur breyst síðan honum var komið á og eðli Evrópusambandsins hefur breyst mikið síðan og mörg ríki hafa bæst við. Í ljósi þessara breytinga og það að Bretland er að ganga úr Evrópusambandinu, er næsta eðlilegt að íslenskir stjórnmálamenn íhugi að minnsta kosti samninginn og meti kosti og galla hans í ljósi sögunnar. Ekkert varir að eilífu og allra síst alþjóðasamningar.

Íslenskir stjórnmálamenn eiga líka að horfa á allan heiminn í heild sinni og ekki gleyma því að efnahagskerfi Evrópu er aðeins örlítið brot af efnahagskerfi heimsins. Sóknarfærin eru alls staðar. Gera verður fríverslunarsamninga við stærstu ríki heimsins, líkt og gert var við Kína. Drífa verður í að klára fríverslunarsamning við Indland sem og Bandaríkin. Donald Trump hefur sýnt sig vera tilbúinn að endurskoða alla viðskiptasamninga og nú er tækifæri fyrir Íslendinga að koma á breytingum. Fríverslunarsamningar við þessu þrjú ríki sem hafa yfir ráða þrjá milljarða manna innan landamæra sinna, opnar heiminn upp á gátt fyrir Íslendinga. Síðan mætti bæta Japan við og öðrum stórum ríkjum eins og Brasilíu.

Ef Íslendingar kæmust að þeirri niðurstöðu að segja beri upp EES-samningnum, þá væri það enginn heimsendir. Við gætum farið sömu leið og Svisslendingar sem hafa góðan fríverslunarsamning við Evrópusambandið.

Ef Íslendingar eru ekki tilbúnir að endurskoða og segja upp samningnum, þá má að minnsta kosti endurskoða verstu agnúana sem er Schengen samkomulagið og hefur reynst Ísland illa.

Skammsýni stjórnmálamenn hefur sannað sig en menn eru minnugir þess þegar þeir héldu því fram að útlendingar myndu ekki sækjast í að komast hingað, en sagan hefur sýnt annað. Hingað streymir fólk í tugþúsunda tali í atvinnuleit eða sækir hælisvist og útlendir auðmenn kaupa upp auðlindir landsins.